Nútíð [2] [fjölmiðill] (1971)

nutid-timarit-adstandendur

Aðstandendur og eigendur Nútíðar

Táningablaðið Nútíð kom út í fáein skipti árið 1971 og fjallaði að nokkru leyti um tónlist.

Fyrsta tölublað Nútíðarinnar kom út vorið 1971 og var ritstjóri blaðsins Stefán Halldórsson, aðrir sem komu að útgáfu þess voru Kristinn Benediktsson og Sveinbjörn Sævar Ragnarsson.

Tímaritinu var ætlað að fjalla um ýmis áhugamál íslenskra táninga, þ.á.m. tónlist og skartaði blaðið m.a. veggspjaldi á miðjuopnu. Hljómsveitin Náttúra hlaut þann heiður í fyrsta tölublaðinu.

Nútíð var gefin út í um 4000 eintökum í fyrstu en alls komu út fjögur tölublað af henni, blaðinu hafði verið ætlað að koma út tíu sinnum á ári en um sumarið var sögu þess lokið. Helsta ástæðan mun hafa verið hörð samkeppni við tímaritið Samúel & Jónína sem síðar varð að Samúel.