Nipparnir (1996)

Ekki er ljóst hvort Nipparnir voru starfandi hljómsveit en þeir Guðmundur Hermannsson söngvari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari gáfu út lag á safnplötunni Gæðamolar árið 1996 undir þessu nafni. Ekkert meira er að finna um Nippana.

Nigrophilia (1992)

Hljómsveitin Nigrophilia lék á tónleikum í Dynheimum á Akureyri snemma árs 1992 ásamt fleiri sveitum sem flestar voru í þyngri kantinum. Hér er því giskað á að sveitin hafi spilað þungt rokk og gæti verið af Norðurlandi. Engar aðrar upplýsingar er hins vegar að finna um Nigrophiliu og væru þær því vel þegnar.

The Nightingales (um 1975)

Erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina The Nighingales en hún var starfandi um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, að minnsta kosti 1975 og 76. Sveitin lék mikið á Vellinum og hafði m.a. að geyma Guðmund Hauk Jónsson, ýmislegt bendir til að um sé að ræða sömu sveit og bar nafnið Næturgalarnir og hafi borið…

Newshit (1994-96)

Hljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom 1996. Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari. Sá síðast taldi hafði tekið við af Helga…

New dance (1984)

Allar upplýsingar um hljómsveitina New dance úr Garðabæ óskast sendar Glatkistunni. Að öllum líkindum var um að ræða unglingasveit, hún var starfandi vorið 1984.

Nesmenn (1966-69)

Hljómsveitin Nesmenn starfaði á sínum tíma í Keflavík. Í Keflavík var mikil tónlistargróska um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og upp úr þeim farvegi spruttu Nesmenn fram sumarið 1966 en sveitin var stofnuð upp úr Rofum sem var bítlasveit eins og Nesmenn. Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina á hverjum tíma en…

NESKAMES (1981-82)

Hljómsveitin NESKAMES starfaði á höfuðborgarsvæðinu, á árunum 1981-82.  NESKAMES mun hafa verið skammstöfun fyrir Nú er svo komið að margir eru sárir. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Þorvaldsson trommuleikari, Ólafur Elíasson gítarleikari, Máni Svavarsson hljómborðsleikari og Þorsteinn Halldórsson bassaleikari. Einnig mun Ólafur Steinarsson hafa verið í sveitinni um tíma að minnsta kosti.

Nerðir (1992)

Nerðir var skammlíf sveit úr Sandgerði sem starfaði 1992. Sveitin spilaði grunge rokk og meðlimir hennar voru Viggó Maríasson, Smári Guðmundsson, Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson og Pálmar Guðmundsson. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan Njarða.

Niðurlæging Norðurlanda (1981-82)

Niðurlæging Norðurlanda var eins konar pönk- eða gjörningasveit, skipuð ungum meðlimum af Suðurnesjunum, hugsanlega úr Keflavík og starfaði í um tvö ár. Sveitin kom einungis fram í eitt skipti, á tónlistarhátíð sem haldin var innan Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Kr. Sigurðsson gítarleikari, Guðni Ragnar Þórhallsson gítarleikari og Kristinn Már Pálmason bassaleikari sem…

Niður – Efni á plötum

Niður – Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [ártal ókunnugt] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Niður (1992-97)

Hljómsveitin Niður starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum en vakti ekki mikla athygli utan ákveðins hóps tónlistaráhugafólks. Niður var lengi vel pönksveit, hún var stofnuð 1992 og voru meðlimir fyrstu útgáfu hennar Arnar Sævarsson gítarleikari og Jón Júlíus Filippusson söngvari (sem komu úr Sogblettum), Haraldur Ringsted trommuleikari (Rotþróin), Pétur Heiðar Þórðarson gítarleikari (Óþekkt andlit)…

Afmælisbörn 29. september 2016

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari á stórafmæli dagsins en hann er áttræður í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í…

Afmælisbörn 28. september 2016

Að þessu sinni eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haffi Haff (Hafsteinn Þór Guðjónsson) tónlistarmaður er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Haffi fæddist í Bandaríkjunum og hefur búið þar nánast alla sína ævi en kom til Íslands 2006 og hefur verið hérlendis með annan fótinn síðan. Fljótlega fór hann að vekja…

Afmælisbörn 27. september 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Benedikt (Árnason) Elfar tenórsöngvari hefði átt afmæli þennan dag. Hann fæddist 1892 á Eyjafjarðarsvæðinu og ólst upp þar en fluttist suður til Reykjavíkur á unglingsárum. Þar nam hann guðfræði og söng en hætti síðar í guðfræðinni til að fara erlendis til frekara söngnáms í Danmörku og…

Afmælisbörn 26. september 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu á þessum degi: Reynir Jónasson harmonikkuleikari og organisti er áttatíu og fjögurra ára gamall í dag. Reynir kemur upphaflega úr Suður-Þingeyjasýslu en tónlistarferillinn hófst þó á Akureyri um tvítugt. Þegar hann flutti suður lék hmeð sveitum eins og Hljómsveit Svavars Gests, Rómeó kvartettnum og Tríói Trausta Thorberg en síðar hlaut…

Afmælisbörn 25. september 2016

Í dag koma tvö afmælisbörn við sögu hjá Glatkistunni: Dalvíkingurinn Matthías Matthíasson söngvari er fjörutíu og eins árs, hann vakti fyrst athygli með Reggae on ice en hafði reyndar áður keppt í Músíktilraunum með hljómsveitinni Dagfinni dýralækni. Samhliða reggíævintýrinu lék hann og söng í Hárinu og Súperstar en svo tóku við hljómsveitir eins og Papar,…

Nema lögreglan (1980-81)

Hljómsveitin Nema lögreglan starfaði í Kópavogi á tímum íslensks pönks og nýbylgju. Steinn Skaptason [bassaleikari ?] og Birgir Baldursson trommuleikari voru í þessari sveit en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

Neo – Efni á plötum

Helena Eyjólfsdóttir – Helena Eyjólfsdóttir syngur [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP IM 56 Ár: 1958 1. Í leit að þér 2. Einhvers staðar úti í heimi 3. Ástarljóð mitt 4. Þú sigldir burt Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir – söngur Neo tríóið: – Kristinn Vilhelmsson – [?] – Magnús Pétursson – [?] – Karl Lilliendahl –…

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Nemó (1965-74)

Hljómsveitin Nemó starfaði á Akureyri um árabil á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin er fyrst nefnd í fjölmiðlum vorið 1965 og á fyrstu árunum var oft talað um Nemó kvartett. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Nemó en svo virðist sem Númi Adolfsson hafi verið hljómsveitarstjóri á fyrstu árunum. Eins kynni Birgir…

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Efni á plötum

Nemendur nýlistadeildar MHÍ – Summer music (x2) Útgefandi: Dieter Roth’s Verlag Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1979 1. Part 1 and 2 2. Part 3 1. Part 4 2. Part 5 Flytjendur: Ari Kristinsson – [?] Daði Guðbjörnsson – [?] Eggert Einarsson – [?] Eggert Pétursson – [?] Guðmundur Oddur Magnússon – [?] Haraldur Ingi Haraldsson –…

Nemendur nýlistadeildar MHÍ (1979-80)

Innan Myndlista- og handíðaskóla Íslands (MHÍ) var starfrækt á sínum tíma nýlistadeild sem var nokkuð umdeild, reyndar svo mjög að Einar Hákonarson skólastjóri skólans vildi leggja deildina niður (sem var stofnuð 1975 af Hildi Hákonardóttur þáverandi skólastjóra) um 1980 en honum fannst óþarft að innan skólans væri sérdeild fyrir nýlist aukinheldur sem nemendur deildarinnar ættu…

Nerdir (1990)

Hljómsveitin Nerdir úr Reykjavík starfaði 1990 og var þá um vorið skráð í Músíktilraunir Tónabæjar, sveitin virðist þó ekki hafa mætt til leiks af einhverjum ástæðum. Nerdir mun hafa innihaldið sjö meðlimi, þar af söngkonu en engar upplýsingar liggja fyrir um nöfn þeirra. Allar upplýsingar tengdar Nerdum/Nördum væru því vel þegnar

Nepall (1992)

Hljómsveitin Nepall frá Selfossi starfaði árið 1992 að minnsta kosti og var þá áberandi á sveitaböllum sunnanlands. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Gunnarsson söngvari, Stefán Hólmgeirsson trommuleikari, Gunnar Ólason gítarleikari og Steinar Erlingsson bassaleikari. Á einhverjum tímapunkti tók Hilmar Hólmgeirsson við af Stefáni bróður sínum, einnig er mögulegt að Nepall hafi innihaldið einn meðlim til viðbótar…

Neó tríóið (1998-99)

Neó tríóið starfaði 1998 og 99, hugsanlega í Hafnarfirði. Engar upplýsingar finnast um meðlimi tríósins en söngkonurnar Edda Borg (1998) og Arna Þorsteinsdóttir (1999) sungu með því.

Neol Einsteiger – Efni á plötum

Neol Einsteiger – Heitur vindur …og þá hefst rigningin Útgefandi: Minningarsjóður Péturs Inga Þorgilssonar Útgáfunúmer: HV1 Ár: 1994 1. I don’t want it 2. Hrun 3. Yggdrasill 4. Söngur morðingjans 5. Næturflug 6. Péturslag I 7. Heitur vindur 8. Only want to 9. Doorman 10. I can’t be that hollow 11. Enough money 12. I…

Neol Einsteiger (1994)

Hljómsveitin Neol Einsteiger var stofnuð gagngert til að gefa út tónlist eftir Pétur Inga Þorgilsson sem lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri. Það voru vinir Péturs sem stóðu að útgáfunni en hann hafði skilið eftir sig mikinn fjölda laga og vildu vinirnir heiðra minningu hans með plötunni Heitur vindur … og þá hefst rigningin.…

Afmælisbörn 24. september 2016

Afmælisbörnin eru þrjú í dag: Garðar (Emanúel) Cortes tenórsöngvari er sjötíu og sex ára í dag. Garðar stundaði söngnám hér heima á Íslandi og í Englandi og að loknu námi sinnti hann ýmsum söngverkefnum hér heima, bæði á sviði og plötum, hefur t.d. gefið út nokkrar plötur sjálfur. Garðar hefur ennfremur stýrt kórum, stofnað og…

Afmælisbörn 23. september 2016

Að þessu sinni eru tvær söngkonur á afmælislista Glatkistunnar, þær eru báðar látnar: Þingeyingurinn Erla Stefánsdóttir söngkona hefði átt afmæli á þessum degi. Erla fæddist 1947, fluttist ung til Akureyrar og gerðist þar söngkona hljómsveitarinnar Póló. Lagið Lóan er komin varð vinsælt í flutningi hennar á lítilli plötu 1967 en Erla átti eftir að syngja…

Afmælisbörn 22. september 2016

Hvorki fleiri né færri en fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Ragnar Bjarnason söngvara með meiru en hann er áttatíu og tveggja ára gamall. Ragnar þarf varla að kynna fyrir lesendum Glatkistunnar en eftir hann liggja um fimmtíu útgáfur í formi stórra og lítilla platna í gegnum tíðina. Allir…

Nefbrot (1993)

Hljómsveitin Nefbrot úr Mosfellsbæ starfaði 1993 og lék rokk í þyngri kantinum. Nefbrot var ein þeirra sveita sem lék á tónleikum í Fellahelli undir yfirskriftinni Vaxtarbroddur snemma vors 1993 og stuttu síðar keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Daníel Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Bjarni Ingvar Jóhannsson trommuleikari, Vigfús Þór Hreiðarsson gítarleikari og…

Náttúra – Efni á plötum

Náttúra – Magic key Útgefandi: Náttúra records / Tachika records / Belle Antique / Merry Go Round Útgáfunúmer: NTR 008 & NATT / TRCD001 / BELLE203293 / MGRL-2001 Ár: 1972 & 1990 / [án ártals] / 2020 / 2020 1. Could it be found 2. Out of the darkness 3. Gethsemane garden 4. Butterfly 5.…

Náttúra (1969-73)

Hljómsveitin Náttúra starfaði á hippa- og progrokktímum um og eftir 1970, var meðal vinsælustu og metnaðarfyllstu sveita þess tíma og gaf út eina plötu sem telst í dag meðal gersema íslenskrar tónlistarsögu. Um það leyti sem Náttúra var stofnuð var mikil gróska og vakning í íslensku rokklífi, frumbítlið hafi kvatt og þróaðri tilraunir með formið…

Náttsól [1] (1985)

Tríóið Náttsól starfaði um nokkurra mánaða skeið í Vestmannaeyjum árið 1985 og lék þar á öldurhúsunum. Meðlimir Náttsólar voru þau Sigurrós Ingólfsdóttir söngkona og gítarleikari, Sigurgeir Jónsson söngvari og gítarleikari og Ruth Reginalds söngkona en sú síðast nefnda bjó um tíma í Vestmannaeyjum. Náttsól starfaði frá því um veturinn og eitthvað fram á sumarið 1985.

Náttfari [2] (1983-86)

Hljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson…

Neistar [3] (1973-2011)

Þekktust þeirra hljómsveita sem gengið hafa undir nafninu Neistar er án efa sú sveit sem Karl Jónatansson harmonikkuleikari starfrækti í áratugi. Neistar sérhæfði sig alla tíð í gömlu dönsunum og harmonikkutónlist en fyrstu heimildir um hana er að finna frá vorinu 1973 en þá var hún fjögurra manna. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi…

Neistar [2] (1966-68)

Hljómsveitin Neistar frá Sauðárkróki starfaði um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eini kunni meðlimur sveitarinnar er skagfirski tónlistarmaðurinn Hörður G. Ólafsson gítarleikari sem samdi m.a. Eurovision-framlagið Eitt lag enn og hefur verið í fjölda hljómsveita, en hann mun hafa verið í Neistum um tveggja ára skeið ungur að árum, er tímabilið 1966-68 hrein…

Neistar [1] (1964)

Elstu heimildir um hljómsveit að nafni Neistar er að finna frá haustinu 1964 en þá lék sveit með því nafni í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hér er því giskað á að Neistar hafi verið af Austurlandi. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en Sigríður Rockley er auglýst sem söngkona með henni, hún…

Neikvæði sönghópurinn (1979)

Neikvæði sönghópurinn var skammlífur kór sem var angi af Kórs Rauðsokka en Ásgeir Ingvarsson var stjórnandi hans. Ekkert bendir til annars en að kórinn hafi einungis verið starfandi í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1979, en hann kom fram opinberlega í nokkur skipti þann stutta tíma.

Negatif (1982)

Afar litlar upplýsingar finnast um njarðvísku hljómsveitina Negatíf en hún starfaði árið 1982, jafnvel eitthvað fyrr. Ekkert er að finna um meðlimi sveitarinnar en þeir munu hafa verið þrír, tónlist hennar var að öllum líkindum nýbylgjutengd.

Neistar [4] (1975)

Hljómsveitin Neistar starfaði á Patreksfirði árið 1975 en þar með eru allar upplýsingar um sveitina upp taldar. Frekari heimildir um þess vestfirsku sveit óskast sendar Glatkistunni.

Neistar [3] – Efni á plötum

Neistar [3] – Neistaflug Útgefandi: Almenna umboðsskrifstofan Útgáfunúmer: GACD 1 Ár: 1991 / 1996 1. Dúr eða moll 2. Hvirfilvindur 3. Angan vorsins vinda 4. Pínu polki 5. Minning 6. Norðannepja 7. Caparet; syrpa 8. Eva 9. Heartache 10. Love letters in the sand 11. Harbour lights 12. Einn dropi í hafið 13. Red roses…

Afmælisbörn 21. september 2016

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Atli Heimir Sveinsson tónskáld er sjötíu og átta ára gamall í dag. Atli Heimir nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan tónfræði- og tónsmíðanám í Þýskalandi á árunum í kringum 1960. Hann kom heim að loknu námi og kenndi m.a. við Tónlistarskólann í Reykjavík og…

Afmælisbörn 20. september 2016

Í dag koma tvö afmælisbörn fyrir í gagnagrunni Glatkistunnar, þau eiga bæði ættir að rekja vestur á firði: Edda Borg (Ólafsdóttir) hljómborðsleikari og söngkona frá Bolungarvík er fimmtug og á því stórafmæli á þessum degi. Edda hefur spilað með mörgum hljómsveitum s.s. Perlubandinu, Kveldúlfi, Fiction, Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur og Model, sem margir muna sjálfsagt eftir…

Afmælisbörn 19. september 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Carl Möller píanó- og hljómborðsleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur í gegnum tíðina starfað með fjöldanum öllum af danshljómsveitum, meðal þeirra má nefna Neo tríóið, Sextett Ólafs Gauks, Fimm í fullu fjöri, Hljómsveit Hauks Morthens, Diskó sextett og Sumargleðinni. Carl hefur einnig samið…

Afmælisbörn 18. september 2016

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu á skrá Glatkistunnar: Þórarinn Jónsson tónskáld átti afmæli á þessum degi en hann lést þjóðhátíðarárið 1974, hann er yfirleitt talinn með fyrstu íslensku tónskáldunum. Þórarinn fæddist árið 1900 í Mjóafirði, hann var farinn að gera tilraunir með að semja tónlist barn að aldri en lærði á orgel…

Fréttir af Glatkistunni

Keyrsla nýs efnis í gagnagrunn Glatkistunnar er nú aftur komin í fullan gang eftir rólegheit í sumar, og það sem af er september mánaðar hafa þrjátíu og fjórir flytjendur (hljómsveitir, kórar o.s.frv.) bæst inn í stafina P og N. Þeirra á meðal má nefna þekktari nöfn eins og Purrk pillnikk, Nabblastrengi, P.S. músík [útgáfufyrirtæki] og…

Nasasjón (1973-74)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Nasasjón sem lék á böllum á Seyðisfirði og nágrannasveitum 1973 og 74, jafnvel lengur. Vitað er að Magnús Einarsson og Eggert Þorleifsson sem síðar voru saman m.a. í Þokkabót, voru í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.

Narsissa [2] [útgáfufyrirtæki] (1994-99)

Útgáfufyrirtækið Narsissa var stofnsett í kringum samnefnda hljómsveit sem starfaði innan Hvítasunnuhreyfingarinnar á Akureyri. Narsissa gaf út líklega tvær af þremur plötum hljómsveitarinnar en einnig jólaplötu Erdnu Varðardóttur, Jólanótt, 1999. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri útgáfur á vegum Narsissu.  

Narsissa [1] – Efni á plötum

Narsissa [1] – Að komast inn Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: Ris 003A Ár: 1995 1. Guð er að kalla 2. Ein á ferð 3. Það vaknaði líf 4. Bjarg mitt og vígi 5. Þú munt koma Drottinn 6. Elóí Elóí lama sabaktaní 7. Það er ljós í myrkri 8. Barnið mitt 9. Hann er allt…