Nipparnir (1996)
Ekki er ljóst hvort Nipparnir voru starfandi hljómsveit en þeir Guðmundur Hermannsson söngvari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari gáfu út lag á safnplötunni Gæðamolar árið 1996 undir þessu nafni. Ekkert meira er að finna um Nippana.