Náttfari [2] (1983-86)

engin mynd tiltækHljómsveitin Náttfari starfaði á Egilsstöðum um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð haustið 1983 og forsprakki hennar og stofnandi var djassistinn og hljómborðsleikarinn Árni Ísleifsson sem þá hafði búið eystra í nokkur ár, aðrir Náttfarar voru Guðbjörg Pálsdóttir trommuleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Linda Hlín Sigbjörnsdóttir söngkona og Sævar Benediktsson gítarleikari.

Björn Víðisson tók við trommusettinu af Guðbjörgu eftir áramótin 1983-84 og síðar það ár kom Friðrik Lúðvíksson gítarleikari inn í sveitina í stað Sævars. Í byrjun árs 1985 tók Gígja Sigurðardóttir við sönghlutverkinu af Lindu og Ragnar Þorsteinsson trommuleikari kom í stað Björns á því ári einnig. Síðustu mannabreytingarnar í Náttfara urðu þegar Ingvar Jónsson hljómborðsleikari leysti Árna Ísleifs af hólmi.

Náttfari lék mestmegnis á heimaslóðum á Héraði og fjörðunum í kring, var áberandi á þorrablótatímabilinu og á almennum dansleikjum. Sveitin starfaði til 1986.