Ökklabandið (1986-90)

engin mynd tiltækHljómsveitin Ökklabandið var frá Egilsstöðum og starfaði um fjögurra ára skeið, þessi sveit var nokkuð skyld Dúkkulísunum sem þá hafði gert garðinn frægan um allt land.

Ökklabandið var stofnuð haustið 1986 upp úr hljómsveitinni Náttfara og var þá skipuð Ármanni Einarssyni hljómborðs- gítar- og saxófónleikara, Friðrik Lúðvíkssyni gítarleikara, Guðbjörgu Pálsdóttur trommuleikara, Jóni Inga Arngrímssyni bassaleikara og Gígju Sigurðardóttur söngkonu.

Sveitin naut nokkuð góðs af því sumarið 1987 að Gígja tók þá þátt í söngkeppninni Látúnsbörkunum og söng lagið Stuðmannalagið Strax í dag, sem kom út a plötu tengdri keppninni.

Haustið 1988 tók Gréta Sigurjónsdóttir við gítarnum af Friðriki og starfaði þannig til 1990 en þá hafði Gígja reyndar hætt nokkru fyrr.