Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-99)

Ögmundur Svavarsson

Ögmundur Eyþór Svavarsson (f. 1928) var mjólkurfræðingur við Mjólkursamlag Skagfirðinga og bjó alla tíð á Sauðárkróki.

Ögmundur var mikill áhugamaður um tónlist, var sjálflærður í tónlist og lék á píanó með H.G. kvintettnum og með Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, söng með kirkjukór Sauðárkróks í áratugi og stýrði bæði lúðrasveit á Króknum og Karlakór Sauðárkróks sem hann hafði átt stóran þátt í að endurreisa um 1960.

Ögmundur samdi einnig tónlist og hafði m.a. tvisvar sinnum á sjötta áratugnum sigrað dægurlagakeppni sem kvenfélagaskonur í Skagafirði stóðu fyrir og varð síðar að þeirri keppni sem Sæluvika Skagfirðinga er kennd við. Eftir andlát hans (1999) gaf fjölskylda hans út plötu með lögum hans sem bar nafnið Munið í glensi og glaumi: lög eftir Ögmund Eyþór Svavarsson. Flutningur var í höndum skagfirskra söngvara, m.a. Álftagerðisbræðra og Geirmundar Valtýssonar. Platan var tekin upp í hljóðveri Hilmars Sverrissonar á Sauðárkróki, og komu textarnir úr ýmsum áttum.

Efni á plötum