Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-99)

engin mynd tiltækÖgmundur Eyþór Svavarsson (f. 1928) var mjólkurfræðingur við Mjólkursamlag Skagfirðinga og bjó alla tíð á Sauðárkróki, eftir hann liggur fjöldi lagasmíða.

Ögmundur var mikill áhugamaður um tónlist, var sjálflærður á píanó og lék með H.G. kvintettnum og með Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, söng með kirkjukór Sauðárkróks og stýrði bæði lúðrasveit á Króknum og Karlakór Sauðárkróks.

Ögmundur samdi einnig tónlist og eftir andlát hans (1999) gaf fjölskylda hans út plötu með lögum hans sem bar nafnið Munið í glensi og glaumi: lög eftir Ögmund Eyþór Svavarsson. Flutningur var í höndum skagfirskra söngvara, m.a. Álftagerðisbræðra og Geirmundar Valtýssonar. Platan var tekin upp í hljóðveri Hilmars Sverrissonar á Sauðárkróki, og komu textarnir úr ýmsum áttum.

Efni á plötum