Stöff (1969)

Á Sauðárkróki starfandi árið 1969 um tíma hljómsveit sem gekk undir nafninu Stöff (Stuff) en hún var að öllum líkindum stofnuð upp úr annarri sveit sem bar nafnið Afturgangan. Meðlimir Stöff voru þeir Hörður G. Ólafsson bassaleikari, Valgeir Kárason gítarleikari og söngvari, Sveinn Ingason gítarleikari, Guðni Friðriksson orgelleikari og Jóhann Friðriksson trommuleikari. Sveitin virðist ekki…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Strandhögg (1980-84 / 2018-)

Hljómsveitin Strandhögg starfaði á Sauðárkróki um nokkurra ára skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar og afrekaði þá að gefa út kassettu með frumsömdum lögum, sveitin hætti þó skömmu síðar án þess að fylgja afurðinni almennilega eftir. Strandhögg mun hafa verið stofnuð 1980 og var líklega þá skipuð meðlimum á grunnskóla- eða framhaldsskóla aldri…

Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks (1991-92)

Hljómsveit tuttugu ungra hljóðfæraleikara var starfrækt innan tónlistarskólans á Sauðárkróki veturinn 1991 til 1992 undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks. Sveitin mun að afloknu skólaári hafa farið til Danmerkur í tónleikaferðalag en annað liggur ekki fyrir um hana, hver stjórnandi hennar var eða hvers vegna hún starfaði ekki lengur en raun bar vitni. Frekari upplýsingar um…

Samkór Sauðárkróks [1] (1966-71)

Tveir blandaðir kórar störfuðu á Sauðarkróki með skömmu millibili á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Samkór Sauðárkróks, þó alls ótengdir hvorir öðrum. Það var Jón Björnsson organisti og tónskáld frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði sem stofnaði Samkór Sauðárkróks hinn fyrri haustið 1966 og starfaði sá kór undir stjórn hans í fimm ár eða…

Samkór Sauðárkróks [2] (1975-80)

Samkór Sauðárkróks (hinn síðari) starfaði um fimm ára skeið í Skagafirði á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Kórinn var stofnaður í nóvember 1975 og kom fyrst fram vorið eftir (1976) á Sæluviku Sauðárkróks og hann átti eftir að syngja á þeirri árlegu menningarhátíð allar götur síðan meðan hann starfaði. Kórinn fór reyndar víða í…

Fræ [1] (1974-76)

Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit í Skagafirðinum, að öllum líkindum á Sauðárkróki, undir nafninu Fræ. Sveitin mun hafa verið starfandi á árunum 1974-76. Meðlimir Fræs voru bræðurnir Hilmar gítarleikari og Viðar trommuleikari og söngvari Sverrissynir, Sigurður Hauksson bassaleikari, Guðni Friðriksson hljómborðsleikari og Lárus Sighvatsson [gítarleikari?]. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, hugsanlega…

Flamingo [1] (1966-71)

Hljómsveitin Flamingo starfaði á Sauðárkróki og nágrenni á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar og lék þá á dansleikjum í Skagafirðinum og reyndar mun víðar á norðanverðu landinu. Flamingo (kvartett) var stofnuð upp úr Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar sem hafði verið starfandi á Króknum um árabil, þegar Haukur ákvað að hætta með sveit sína 1966 tóku…

Fást (1985-86)

Hljómsveitin Fást starfaði á Sauðárkróki um eins ár skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar, og lék nokkuð á dansleikjum nyrðra. Fást var stofnuð haustið 1985 og voru meðlimir hennar Sigurður Ásbjörnsson hljómborðsleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Sólmundur Friðriksson bassaleikari, Kristján Baldvinsson trommuleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari og Magnús Helgason söngvari. Sveitin gerði út á ballmarkaðinn í…

Geirmundur Valtýsson (1944-)

Geirmundur Valtýsson telst vera þekktasti tónlistarmaður Skagafjarðar og um leið eitt helsta einkenni Sauðárkróks og nágrennis, og reyndar er svo að heil tónlistarstefna hefur verið kennd við hann, fjölmargir stórsmellir eru runnir frá Geirmundi auk fjölda breiðskífa en þær eru á annan tug, auk þriggja smáskífa. Hjörtur Geirmundur Valtýsson er fæddur í Skagafirði (1944) og…

Geislar [3] (1965)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi í nokkra mánuði á Sauðárkróki sumarið 1965 og skartaði hún meðal annarra Geirmundi Valtýssyni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Geisla en upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda til Glatkistunnar.

Vinir vors og blóma [1] (1991-92)

Hljómsveitin Vinir vors og blóma starfaði innan Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki árin 1991 og 92 að minnsta kosti. Fyrir liggur að Fjölnir Ásbjörnsson (að öllum líkindum söngvari) var einn meðlima sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Vini vors og blóma frá Sauðárkróki.

Brot [1] (1983)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveit frá Sauðárkróki (eða nágrenni) sem starfaði sumarið 1983 undir nafninu Brot. Ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða hljómsveit unglinga. Allar frekari upplýsingar um Brot má senda Glatkistunni, meðlimi hennar, starfstíma o.s.frv.

Tónasystur [1] (1960)

Árið 1960 komu fimm húsmæður frá Sauðárkróki fram á Sæluviku þeirra Skagfirðinga undir nafninu Tónasystur og skemmtu þar með söng við harmonikkuundirleik. Hvergi finnast upplýsingar um nöfn þeirra en ef einhver lumaði á frekari upplýsingum má gjarnan senda þær Glatkistunni.

Tíbet (1985)

Hljómsveit ættuð frá Sauðárkróki var starfandi árið 1985 undir nafninu Tíbet en það ár lék sveitin á Sæluvikuhátíðinni sem kennd er við staðinn. Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um Tíbet, fyrir liggur að Kristján Baldvinsson var trommuleikari sveitarinnar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók…

Segulbandið [1] (1987-91)

Á Sauðárkróki var starfandi unglingahljómsveit undir nafninu Segulbandið árið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Fjölnir Ásbjörnsson söngvari (síðar prestur), Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Kristján Kristjánsson trommuleikari, Óskar Örn Óskarsson gítarleikari, Arnbjörn Ólafsson hljómborðsleikari og Björgvin Reynisson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Segulbandið starfaði en sveit með þessu nafni lék norðanlands 1990 og aftur 1991, að öllum…

Norðan 3 (1994-96)

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður. Sumarið 1995 bættist söngkonan…

Nítró [1] (1989-91)

Sveitaballahljómsveitin Nítró var stofnuð á Sauðárkróki 1989 og starfaði um tveggja ára skeið. Meðlimir þessara sveitar voru þeir Guðmunudur Jónbjörnsson söngvari, Baldvin Ingi Símonarson gítarleikari, Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Arnar Kjartansson trommuleikari og Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari. Nítró lék á dansleikjum og þá mestmegnis á norðanverðu landinu.

Neistar [2] (1966-68)

Hljómsveitin Neistar frá Sauðárkróki starfaði um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Eini kunni meðlimur sveitarinnar er skagfirski tónlistarmaðurinn Hörður G. Ólafsson gítarleikari sem samdi m.a. Eurovision-framlagið Eitt lag enn og hefur verið í fjölda hljómsveita, en hann mun hafa verið í Neistum um tveggja ára skeið ungur að árum, er tímabilið 1966-68 hrein…

Gillon gefur út plötu

Tónlistarmaðurinn Gísli Þór Ólafsson frá Sauðárkróki eða Gillon eins og hann kallar sig, gaf nýlega út sína fjórðu sólóplötu, hún ber heitið Gillon og var hljóðrituð í Stúdíó Benmen undir stjórn Sigfús Arnar Benediktssonar félaga hans úr hljómsveitinni Contalgen funeral. Platan hefur að geyma átta lög eftir Gísla Þór en hann á einnig sex ljóðanna,…

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

Nafn Péturs Sigurðssonar tónskálds er ekki vel þekkt utan Skagafjarðar en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlíf á heimaslóðum nyrðra. Pétur fæddist 1899 og bjó alla tíð í Skagafirðinum, hann var bóndasonur, nam húsasmíði og starfaði einkum við brúarsmíði. Hann hlaut ekki tónlistaruppeldi sem neinu næmi en hlaut þó einhverja tilsögn á harmonium, að öðru…

Petit kvintett (1964)

Petit kvintett starfaði á norðanverðu landinu, hugsanlega á Sauðárkróki eða Skagafirðinum en sveitin lék á Sæluviku Sauðkræklinga vorið 1964. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en líkur eru á að hún hafi starfað lengur en það eina ár.

Karlakór Sauðárkróks [1] (1932-43)

Kóra- og söngstarf hefur alltaf verið líflegt í Skagafirðinum og þrívegis hafa þar verið starfandi karlakórar undir nafninu Karlakór Sauðárkróks. Sá fyrsti starfaði á árunum 1932-43 og var alla tíð undir stjórn Eyþórs Stefánssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Í upphafi var um að ræða tvöfaldan kvartett líklega án nafns til 1935 þegar hann var formlega stofnaður,…

Karlakór Sauðárkróks [2] (1963-69)

Karlakór Sauðárkróks (sá annar) starfaði á sjöunda áratugnum. Kórinn var stofnaður haustið 1963 en Ögmundur Eyþór Svavarsson mjólkurfræðingur var stjórnandi hans og hvatamaður að stofnun hans. Í upphafi voru innan við tuttugu söngfélagar í kórnum en um vorið 1964 voru þeir orðnir ríflega þrjátíu. Kórinn starfaði líklega til 1969 en þá var hann stjórnandalaus og…

Karlakór Sauðárkróks [3] (1979-80)

Þriðja útgáfa Karlakórs Sauðárkróks leit dagsins ljós í kringum 1980. Það var Gunnsteinn Ólsen söngkennari á Sauðárkróki sem stjórnaði kórnum og einnig gæti Hilmar Sverrisson einnig hafa komið að honum. Karlakór Sauðárkróks hinn þriðji varð ekki langlífur en hann vann sér það einkum til frægðar að æfa í sláturhúsinu á Sauðárkróki.

Djöflahersveitin (um 1970)

Djöflahersveitin var hljómsveit starfrækt á Sauðárkróki 1970-71 en hún spilaði hrátt rokk sem síðar hefði líklega verið skilgreint sem pönk. Meðlimir Djöflahersveitarinnar voru þeir Steinn Kárason söngvari og gítarleikari, Beggi [?] bassaleikari (frá Hofsósi), Hafsteinn Sæmundsson trommuleikari og Björgvin Guðmundsson sem einnig var trommuleikari og hefur líklega þá tekið við af Hafsteini, auk þess var…

Rómó og Geiri (1958-65)

Rómó og Geiri var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en sveitina stofnaði hann um fimmtán ára aldur, árið 1958. Á þessum árum gekk Geirmundur undir gælunefninu Geiri. Sveitin var alla tíð tríó þeirra bræðra Geirmundar og Gunnlaugs Valtýssona og Jóns Sæmundssonar, en þeir félagar léku mestmegnis á heimaslóðum, í Skagafirðinum og Húnavatnssýslum. M.a. léku þeir…

Ögmundur Eyþór Svavarsson (1928-99)

Ögmundur Eyþór Svavarsson (f. 1928) var mjólkurfræðingur við Mjólkursamlag Skagfirðinga og bjó alla tíð á Sauðárkróki. Ögmundur var mikill áhugamaður um tónlist, var sjálflærður í tónlist og lék á píanó með H.G. kvintettnum og með Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar, söng með kirkjukór Sauðárkróks í áratugi og stýrði bæði lúðrasveit á Króknum og Karlakór Sauðárkróks sem hann…

Afturgangan (1968-69)

Um hljómsveitina Afturgönguna (Afturgöngurnar) frá Sauðárkróki er litlar upplýsingar að finna. Meðlimir hennar munu þó hafa verið Hörður G. Ólafsson, Valgeir Kárason, Jóhann Friðriksson og Guðni Friðriksson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1968-69 en breyttu nafni sveitarinnar í Stuff / Stöff þegar gítarleikarinn Sveinn Ingason…

Bad boys (1982-86)

Hljómsveitin Bad boys frá Sauðárkróki starfaði á árunum 1982-86 og keppti m.a. í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Þar komst sveitin í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Gíslason söngvari (síðar Eurovision-fari), Svavar Sigurðsson gítarleikari, Árni Þór Þorbjörnsson bassaleikari, Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari og Karl Jónsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á grunnskólaaldri. Sveitin starfaði…

Don spirit (um 1990-2000)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði á tíunda áratugnum norðanlands, að öllum líkindum á Sauðárkróki. Einn meðlimur hennar var Haukur Freyr Reynisson hljómborðsleikari en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar. Allar upplýsingar eru vel þegnar.

Fretað í fótspor (1989)

Hljómsveitin Fretað í fótspor kemur frá Sauðárkróki, starfandi 1989 en það sama ár keppti hún í Músíktilraunum og var þá skipuð þeim Baldvini I. Símonarsyni gítarleikara, Arnóri Kjartanssyni bassaleikara, Hauki Frey Reynissyni söngvara og hljómborðsleikara og Guðmundi Jónbjörnsyni söngvara og bassaleikara.

Medium (1982-83)

Hljómsveitin Medium var stofnuð haustið 1982 á Sauðárkróki og tók þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar sem þá voru haldnar. Sveitin komst ekki í úrslit. Lítið er vitað um sveitina annað en að Óskar Páll Sveinsson söngvari og hljómborðsleikari (síðar upptökumaður og lagahöfundur) var í henni sem og Hilmar Valgarðsson trommuleikari, Sigurður Ásbjörnsson gítarleikari og Páll…

Metan (1982-88)

Hljómsveitin Metan frá Sauðárkróki var í raun stofnuð 1982 en gekk undir nafninu Bad boys (keppti í Músíktilraunum 1983) með einhverjum mannabreytingum til ársins 1986 þegar hún hlaut nafnið Metan. Vorið 1987 tók Metan þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og komst þar í úrslitin. Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari, Kristján Gíslason hljómborðsleikari og söngvari, Árni…

Sárabót (1975)

Tríóið Sárabót frá Sauðárkróki starfaði 1975, engar upplýsingar er að finna um þetta tríó og eru því allar upplýsingar þar að lútandi vel þegnar.

Týról (1982-86)

Hljómsveitin Týról frá Sauðárkróki var nokkuð öflug á ballmarkaðnum norðanlands á níunda áratugnum og var fastur gestur á Sæluvikuhátíð Sauðkræklinga, svo fátt eitt sé nefnt. Týról var stofnuð í ársbyrjun 1982 og starfaði að líkindum í fjögur ár, meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Ægir Ásbjörnsson söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari, Margeir…