Djöflahersveitin (um 1970)

Djöflahersveitin var hljómsveit starfrækt á Sauðárkróki 1970-71 en hún spilaði hrátt rokk sem síðar hefði líklega verið skilgreint sem pönk.

Meðlimir Djöflahersveitarinnar voru þeir Steinn Kárason söngvari og gítarleikari, Beggi [?] bassaleikari (frá Hofsósi), Hafsteinn Sæmundsson trommuleikari og Björgvin Guðmundsson sem einnig var trommuleikari og hefur líklega þá tekið við af Hafsteini, auk þess var hljómborðsleikari í sveitinni en upplýsingar liggja ekki fyrir um nafn hans.