Afmælisbörn 30. nóvember 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og tveggja ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Sunnukórinn – Efni á plötum

Sunnukórinn & Karlakór Ísafjarðar – Í faðmi fjalla blárra Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 24 Ár: 1968 1. Blandaður kór – Í faðmi fjalla blárra 2. Blandaður kór – Íslands fáni 3. Karlakór Ísafjarðar – Nú sefur jörðin sumargræn 4. Karlakór Ísafjarðar – Litla skáld á grænni grein 5. Karlakór Ísafjarðar – Þér kæra sendir kveðju…

Afmælisbörn 29. nóvember 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir, er fimmtíu og eins árs gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar enn

Nokkrir tugir „spjalda“ bættust í gagnagrunn Glatkistunnar í dag og nú eru þau orðin 1286 talsins en vefsíðan telur yfir tvö þúsund færslur, nú þegar rétt um ár er liðið síðan hún fór í loftið. Meðal hljómsveita og flytjenda sem bættust í hópinn í dag eru Karl Jónatansson, Karl J. Sighvatsson, Kammerkórinn, Kamarorghestar og Kaktus,…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð í upphafi árs 1970 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

Hrafn Pálsson – Efni á plötum

Skaup ’73 – ýmsir Útgefandi: Tal og tónar Útgáfunúmer: TT 1099 Ár: 1973 1. Fía dansar gógó 2. 22 ræningjar 3. Hvílík undur að sjá 4. Vor í dal 5. Ápres Toi Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – söngur Hrafn Pálsson – söngur og bassi Karl Einarsson – eftirhermur Árni Elfar – slagharpa Björn R. Einarsson…

Hljómsveit/ir Karls Jónatanssonar – Efni á plötum

Harmonikku-kvintett Karls Jónatanssonar [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 16 Ár: 1954 / 1960 [?] 1. Vestanvindur 2. Krossanesminni Flytjendur: Karl Jónatansson – harmonikka Garðar Olgeirsson – harmonikka og klarinetta Sigurður Alfonsson – bassi og gítar Sighvatur Sveinsson – gítar Árni Scheving – víbrafónn Karl O. Karlsson – harmonikka Kvintett Karls Jónatanssonar [ep] Útgefandi: Tón…

Hljómsveit/ir Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Capri [1] (1961-63 / 1973)

Hljómsveitin Capri (oft einnig nefnd Kapri eða jafnvel Kaprí) var á þeim tíma sem hún starfaði æði mis stór, allt frá því að vera tríó í byrjun og upp í það að vera sextett, og auðvitað allt þar á milli á þeim þremur árum er hún var starfrækt. Baldur Kristjánsson stofnaði sveitina 1961 og í…

Capri [2] (1968)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Capri sem stofnuð var 1968 og var þá kynnt í blaðaauglýsingu sem ný sveit. Nokkuð öruggt er þó að ekki er um sömu sveit að ræða og Capri [1].

K.I.B.S. kvartettinn (1939-42)

K.I.B.S. söngkvartettinn (stundum ritað KIBS kvartettinn) starfaði um skeið á heimsstyrjaldarárunum síðari. Kvartettinn mun hafa hafið æfingar 1939 en þegar Carl Billich tók til við að æfa þá árið 1940 og leika undir hjá þeim urðu æfingarnar markvissari, og þeir hófu að koma fram og syngja á opinberum vettvangi. Upphafsstafir meðlima K.I.B.S. kvartettsins mynduðu nafn…

Kaffibrúsakarlarnir (1972-74 / 2002-)

Gríntvíeykið Kaffibrúsakarlarnir voru og eru ekki tónlistarmenn en þar sem plötur komu út með þeim eru þeir til umfjöllunar hér. Upphafið að þeim félögum má rekja til þess að Jónas R. Jónsson sem þá annaðist þáttagerð í Ríkissjónvarpinu kom að máli við Gísla Rúnar Jónsson sumarið 1972 með það í huga að hann myndi koma…

Kaffibrúsakarlarnir – Efni á plötum

Kaffibrúsakarlarnir – Kaffibrúsakarlarnir Útgefandi: SG hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 066 / [engar upplýsingar] Ár: 1973 / 1992 1. Sögur af Jóni smið 2. Skringilegt líf 3. Hvorki né sögur 4. Málsháttakeppni 5. Ökuferðin 6. Sjúkrasögur 7. Í fullri einlægni 8. Flugur 9. Konan mín og ég 10. Komdu nú að kveðast á 11.…

Kaktus [1] (1970)

Hljómsveitin Kaktus starfaði á Patreksfirði og lék þar og í nærsveitum árið 1970 og sjálfsagt lengur, þá var talað um hana sem vinsælustu sveitina í Barðastrandasýslu. Meðlimir Kaktuss voru Matthías Garðarsson söngvari og gítarleikari (Straumar), Friðrik Þór Haraldsson gítarleikari, Rafn Hafliðason gítarleikari og Reynir Finnbogason trommuleikari. Viðar Jónsson bættist í hópinn vorið 1970 en ekki…

Kaktus [3] [tónlistarviðburður] (1995-96)

Tónlistarhátíðin Kaktus var haldin í tvö skipti að minnsta kosti í Hafnarfirði vorin 1995 og 96. Fyrra árið var Bæjarbíó vettvangur hátíðarinnar en í síðara skiptið fór hún fram á Víðistaðatúni. Hljómsveitir og tónlistarfólk úr Hafnarfirði komu fram á Kaktusi og má nefna þar sveitir eins og Súrefni, Stolíu, Pes, Botnleðju o.fl. Hátíðin, sem í…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Kaktus [4] (2000-01)

Hljómsveitin Kaktus starfaði í um ár undir því nafni en sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni 747 árið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Örn Ragnarsson, Gylfi Blöndal gítarleikari og Þráinn Óskarsson en hugsanlega voru fleiri í henni. Gylfi kom líklega síðastur inn og nokkru eftir það klofnaði Kaktus í Kimono og Hudson Wayne.

Kalla Rarik band (um 1985)

Upplýsingar um hljómsveitina Kalla Rarik band eru af skornum skammti og væru því vel þegnar. Eina sem liggur fyrir um sveitina er að hún var starfandi á Egilsstöðum líklega um eða fyrir miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Kama sutra (1999)

Allar upplýsingar varðandi hljómsveitina Kama sutra væru vel þegnar en Kama sutra mun hafa verið starfandi árið 1999 eða þar um kring.

Kamarorghestar – Efni á plötum

Kamarorghestar – Bísar í banastuði Útgefandi: Kamarorghestar Útgáfunúmer: KAM-1 Ár: 1981 1. Bísar í banastuði 2. Ó, ég 3. Kamarorgblúss 4. Rokk er betra 5. Samviskubit 6. Bittí rassgatið á þér 7. Segðu mér 8. Bísar í banastuði 9. Kilroy 10. Mátulegt á þig 11. Rokkregnhlífin 12. Éttann sjálfur 13. Nebbinn Flytjendur: Lísa Pálsdóttir –…

Kammerhljómsveit Akureyrar (1986-93)

Kammerhljómsveit Akureyrar starfaði um nokkurra ára skeið en hún var undanfari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það voru nokkrir kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri sem komu að stofnun sveitarinnar sumarið 1986 en hún var stofnuð formlega þá um haustið. Segja má að stofnun sveitarinnar hafi verið eins konar hugsjónastarf. Starfsemi sveitarinnar var frá upphafi í nokkuð föstum skorðum…

Kammerjazzsveitin (1977)

Kammerjazzsveitin starfaði 1977, þá tók hún upp efni í útvarpssal Ríkisútvarpsins en það efni var að einhverju leyti notað á plötunni Jazz í 30 ár, sem gefin var út Gunnari Ormslev til heiðurs. Meðlimir sveitarinnar voru Viðar Alfreðsson trompetleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristánsson kontrabassaleikari og svo Gunnar Ormslev sjálfur…

Kammerkórinn (1966-69)

Kammerkórinn undir stjórn Rutar L. Magnússon var fyrsti kammerkórinn sem starfaði hérlendis, og því var eðlilegt að hann fengi einfaldlega bara nafnið Kammerkórinn. Forsagan að stofnun Kammerkórsins var sú að hér á Íslandi var fyrirhuguð norræn tónlistarhátíð haustið 1967 og því var ákveðið að setja á stofn kammerkór fyrir þennan viðburð en stofnun hans var…

Kammersveit Ísafjarðar (1975-76)

Kammersveit Ísafjarðar mun hafa verið starfandi á Ísafirði veturinn 1975-76 að minnsta kosti, líklega undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar. Nánari upplýsingar varðandi þessa sveit væru vel þegnar.

Kammersveit Vestfjarða (1973-82)

Kammersveit Vestfjarða starfaði um tíu ára skeið á Ísafirði á áttunda og níu áratug síðustu aldar. Sveitin var líklega skipuð kennurum úr Tónlistarskóla Ísafjarðar frá upphafi en eitthvað var misjafnt hverjir skipuðu hana hverju sinni. Gunnar Björnsson sellóleikari var að öllum líkindum lengst í henni en aðrir sem voru meðlimir hennar um lengri eða skemmri…

Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…

Kan – Efni á plötum

Kan – Í ræktinni Útgefandi: Kan og Bjartsýni Útgáfunúmer: KAN 001 Ár: 1984 1. Brjálið 2. Steypa og gler 3. Ertu í ræktinni? 4. Megi sá draumur 5. Vestfjarðaróður 6. Hver er original 7. Höfum hátt! 8. Flogið suður Flytjendur: Herbert Guðmundsson – söngur og raddir Magnús Hávarðarson – gítar og raddir Finnbogi Kristinsson –…

Kamarorghestar (1974-88)

Hljómsveitin eða öllu heldur fjöllistahópurinn Kamarorghestar komu með skemmtilegum hætti inn í ládautt íslenskt tónlistarlíf um 1980 með kabarettpönki sínu þótt sumir pönkarar þess tíma hefðu helst vilja afgreiða þau sem uppgjafahipppa á sínum tíma. Uppruna Kamarorghesta má rekja til kommúnunnar Skunksins sem staðsett var á jörðinni Gljúfurárholti í Ölfusi (rétt austan við Hveragerði) en…

Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…

Kandís [2] (1998)

Djasssveitin Kandís lék að minnsta kosti í eitt skipti vorið 1998 en þá sveit skipuðu Tena Palmer söngkona, Hilmar Jensson gítarleikari og Pétur Grétarsson trommu-, slagverks- og hljómborðsleikari. Ekki ekki vitað til að Kandís hafi leikið opinberlega aftur síðar.

Kannsky (1988-89)

Hljómsveitin Kannsky var frá Neskaupstað og skartaði söngvaranum Einari Ágústi Víðissyni sem síðar átti eftir að syngja með Skítamóral, í Eurovision og miklu víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær sveitin starfaði en sagan segir að Kannsky hafi spilað í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu sem sendur var út 1986, það þýðir að hún hafi verið stofnuð…

Kanton (?)

Upplýsingar eru af afar skornum skammti um hljómsveitina Kanton sem starfaði á Siglufirði, hugsanlega á sjöunda, jafnvel áttunda áratug síðustu aldar. Þetta mun hafa verið sveit sem gekk á sínum tíma undir ýmsum nöfnum (Omo, Hrím, Gibson o.fl.) og með mismunandi skipan meðlima en hér mættu lesendur fylla í eyðurnar.

Kantötukór Akureyrar (1932-55)

Kantötukór Akureyrar bar á sínum tíma vitni fjölbreytilegs og metnaðarfulls tónlistarlífs á Akureyri, og gaf meira að segja út tvær plötur á fjórða áratugnum. Kórinn var að öllum líkindum fyrsti blandaði kórinn utan höfuðborgarsvæðisins, sem ekki var kirkjukór. Kórinn var stofnaður haustið 1932 af Björgvini Guðmundssyni tónskáldi en hann var þá nýfluttur heim til Íslands…

Kantötukór Akureyrar – Efni á plötum

Kantötukór Akureyrar  Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1088 Ár: 1933 1. Rís Íslands fáni 2. Þó margt hafi breytzt Flytjendur: Kantötukór Akureyrar – söngur undir stjórn Björgvins Guðmundssonar Hreinn Pálsson – einsöngur Kantötukór Akureyrar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 509 Ár: 1933 1. Íslands þúsund ár (1.hluti) 2. Íslands þúsund ár (2. hluti) Flytjendur: Kantötukór…

Kaos (1994)

Hljómsveitin Kaos starfaði í Reykjavík 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilrunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Edvald Morthens söngvari, Eyjólfur R. Eiríksson gítarleikari, Jóhannes K. Pétursson bassaleikari, Jónbjörn Valgeirsson trommuleikari og Viðar Jónsson gítarleikari. Kaos, sem spilaði rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Karakter (1988-98)

Akureyska hljómsveitin Karakter starfaði um árabil og skemmti Norðlendingum og öðrum skemmtanaþyrstum Íslendingum með ballprógrammi sínu. Sveitin átti rætur sínar að rekja að hluta til til Stuðkompanísins sem hafði sigrað Músíktilraunir vorið 1987 og keyrt sig út á sveitaböllunum áður en hún hætti sumarið 1988, í kjölfarið var Karakter stofnuð. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru…

Kargó (1986-89)

Kargó (Cargo) frá Siglufirði var unglingasveit og fór nokkuð víða sem slík, hún starfaði í um þrjú ár og hefur komið saman í nokkur skipti hin síðari ár. Hljómsveitin var stofnuð í ársbyrjun 1986 og voru stofnmeðlimir hennar Örn Arnarsson trommuleikari, Þorsteinn Sveinsson söngvari (Miðaldamenn o.fl.), Jón Ómar Erlingsson bassaleikari (Sóldögg o.fl.), Leifur Elíasson [?]…

Karl Einarsson (1935-76)

Karl Einarsson var um árabil einn þekktasti skemmtikraftur landsins, hans sérsvið voru eftirhermur og komu út tvær plötur þar sem gamanefni hans er að finna. Karl (fæddur 1935) fór snemma á sjóinn, starfaði m.a. sem bryti á Herjólfi og á varðskipi í þorskastríðinu við Breta og þar hóf hann tilraunir sínar með eftirhermur. Hann kom…

Karl Einarsson – Efni á plötum

Karl Einarsson – Eftirhermusnillingurinn Karl Einarsson [45 rpm] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 568 Ár: 1972 1. Lýsir Heimsmeistaraeinvíginu í skák 2. Lýsir Heimsmeistaraeinvíginu í skák Flytjendur: Karl Einarsson – eftirhermur     Skaup ’73 – ýmsir Útgefandi: Tal og tónar Útgáfunúmer: TT 1099 Ár: 1973 1. Fía dansar gógó 2. 22 ræningjar 3. Hvílík undur…

Karl Guðnason (1960-)

Karl Guðnason var áberandi í tónlist í trúarlega geiranum um tíma, sendi frá sér plötur en minna hefur farið fyrir honum síðan. (Guðmundur) Karl Guðnason er fæddur 1960, hann var snemma máttarstólpi í tónlistarlífi Krossins ásamt sex systkinum sínum og foreldrum, og gáfu þau systkini út plötuna Á krossgötum árið 1987. Tónlistin hafði að geyma…

Karl Guðnason – Efni á plötum

Karl Guðnason – Trúðurinn Útgefandi: Krossgötur Útgáfunúmer: KD 194 Ár: 1994 1. Nakinn og blindur 2. Í hringinn fara allir 3. Gráttu 4. Ég sá þig 5. Perlan 6. Þegar hjartað hættir að slá 7. 10:15 8. Fljótt 9. Ég sigli einn 10. Heir, heir! 11. Trúðurinn Flytjendur: Karl Guðnason – söngur og munnharpa Guðni…

Karl Jónatansson (1924-2016)

Harmonikkuleikarinn góðkunni Karl Jónatansson skipar sér meðal fremstu harmonikkuleikara íslenskrar tónlistarsögu og telst auk þess einna fremstur þeirra sem hafa haldið hljóðfærinu á lofti hérlendis með kennslu og ekki síður með framgöngu sinni og komu að félagsmálum harmonikkuleikara en hann hefur komið að stofnun nokkurra félaga tengdum harmonikkutónlistinni. Karl fæddist á Blikalóni norður á Melrakkasléttu…

Karl Jónatansson – Efni á plötum

Karl Jónatansson – Neistaflug Útgefandi: Almenna umboðsskrifstofan Útgáfunúmer: GACD 1 Ár: 1991 / 1996 1. Dúr eða moll 2. Hvirfilvindur 3. Angan vorsins vinda 4. Pínu polki 5. Minning 6. Norðannepja 7. Caparet; syrpa 8. Eva 9. Heartache 10. Love letters in the sand 11. Harbour lights 12. Einn dropi í hafið 13. Red roses…

Karl Roth (1957-)

Karl Roth var einn meðlima hljómsveitarinnar Melchior sem starfaði á áttunda áratug síðustu aldar, hann vann einnig með félaga sínum, Hilmari Oddsyni á plötum hans en hinn eiginlegi sólóferill Karls hófst og endaði með útgáfu plötu þegar hann var einungis átján ára gamall. Sagan á bak við þá útgáfa var á þá leið að Karl…

Karl Roth – Efni á plötum

Karl Roth – Íslenskra fjalla: Kalli Live at Danneckerstrasse Útgefandi: Dieter Roth‘s Familienverlag Útgáfunúmer: A-2240 Ár: 1975 1. Silver green perfume 2. [?] 3. Litli trúðurinn I 4. [?] 5. Child 6. [?] 7. [?] 8. [?] 9. [?] 10. The question is: Where have the man and the girls around him been (Listen to…

Karl O. Runólfsson (1900-70)

Karl Ottó Runólfsson skipar sér meðal fremstu tónskálda íslenskrar tónlistarsögu en hann kom miklu víðar við á sínum ferli. Karl fæddist í Reykjavík aldamótaárið 1900 og hneigðist snemma til tónlistar, hann var ungur kominn í drengjakór hjá Brynjólfi Þorlákssyni og lúðrasveit IOGT (góðtemplara), og litlu síðar í lúðrasveitina Svan (hina fyrri) sem stofnuð var upp…

Karl O. Runólfsson – Efni á plötum

Karl O. Runólfsson. Úrval úr tónverkum: Förumannaflokkar þeysa… – ýmsir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 37 Ár: 1970 1. Sinfóníuhljómsveit Íslands[1] – Forleikur að Fjalla-Eyvindi 2. Sinfóníuhljómsveit Íslands[2] – Sex vikivakar 3. Kristinn Hallsson – Nirfillinn 4. Elsa Sigfúss – Hrafninn situr á hamrinum 5. Stefán Íslandi – Allar vildu meyjarnar eiga hann 6. Einar Kristjánsson…

Karl J. Sighvatsson (1950-91)

Karl Jóhann Sighvatsson (Kalli Sighvats) tónlistarmaður er án efa þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og kom hann við sögu í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og hippa. Hann féll frá rétt liðlega fertugur að aldri. Karl fæddist 1950 á Akranesi, þar sleit hann barnsskónum og bjó til fimmtán ára aldurs. Hann fékk snemma áhuga á hvers…

Karl J. Sighvatsson – Efni á plötum

Minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson í Þjóðleikhúsinu 4. júlí 1991 – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13135922 Ár: 1992 1. Þursaflokkurinn – Brúðkaupsvísur 2. Þursaflokkurinn – Búnaðarbálkur 3. Gegnum holt og hæðir 4. Ný dönsk – Blómið 5. Ný dönsk – Andvaka 6. Ný dönsk – My magic key 7. Trúbrot – To be grateful 8. Trúbrot…

Karlakór Akraness [2] (1943-45)

Auðvelt er að rugla saman tveimur karlakórum sem starfað hafa á Akranesi, og störfuðu reyndar samtíða um tveggja ára tímabil. Annar vegar var um að ræða Söngfélagið / Karlakórinn Svani (stofnaður 1915) sem einnig var reglulega kallaður Karlakór Akraness, hins vegar hinn eiginlega Karlakór Akraness [2] sem stofnaður var 1943 á meðan hinn kórinn var í…