Kammersveit Vestfjarða (1973-82)

Kammersveit Vestfjarða

Kammersveit Vestfjarða

Kammersveit Vestfjarða starfaði um tíu ára skeið á Ísafirði á áttunda og níu áratug síðustu aldar.

Sveitin var líklega skipuð kennurum úr Tónlistarskóla Ísafjarðar frá upphafi en eitthvað var misjafnt hverjir skipuðu hana hverju sinni. Gunnar Björnsson sellóleikari var að öllum líkindum lengst í henni en aðrir sem voru meðlimir hennar um lengri eða skemmri tíma voru t.d. Jónas Tómasson flautuleikari, Hjálmar H. Ragnarsson píanóleikari, Sigríður Ragnarsdótttir píanóleikari, Jakob Hallgrímsson fiðluleikari, Erling Sörensen flautuleikari, Leifur Þórarinsson fiðlu- og lágfiðluleikari, Þuríður Pétursdóttir flautu- og slagverksleikari, Gilbert Darryl Wieland gítarleikari, Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Jan Henrik Henriksson gítarleikari og Michael Holtermann klarinettuleikari. Sex manns skipuðu Kammersveit Vestfjarða hverju sinni en sveitin lék tónlist frá öllum tímum.

Kammersveit Vestfjarða starfaði til ársins 1982 utan tveggja ára hlés frá vori 1980 til vors 82. Sveitin starfaði í stuttan tíma eftir það hlé en hætti síðan störfum.