Afmælisbörn 22. nóvember 2015
Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Guðrún Ágústsdóttir (f. 1897) hefði átt afmæli á þessum degi en þessi sópransöngkona var með fyrstu óperusöngkonum okkar Íslendinga, hún tók þátt í fyrstu óratoríunni sem sett var á svið á Íslandi og söng í tilraunaútsendingum útvarps fyrir 1930. Hún lést árið 1983.