
Botnleðja var ein þeirra sveita sem kom fram á Kaktus tónlistarhátíðinni
Tónlistarhátíðin Kaktus var haldin í tvö skipti að minnsta kosti í Hafnarfirði vorin 1995 og 96. Fyrra árið var Bæjarbíó vettvangur hátíðarinnar en í síðara skiptið fór hún fram á Víðistaðatúni.
Hljómsveitir og tónlistarfólk úr Hafnarfirði komu fram á Kaktusi og má nefna þar sveitir eins og Súrefni, Stolíu, Pes, Botnleðju o.fl.
Hátíðin, sem í þessi tvö skipti var haldin að tilstuðlan æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar, var líklega ekki haldin í þriðja skiptið, hver svo sem ástæðan var.