Kaktus [1] (1970)

Kaktus

Hljómsveitin Kaktus starfaði á Patreksfirði og lék þar og í nærsveitum árið 1970 og sjálfsagt lengur, þá var talað um hana sem vinsælustu sveitina í Barðastrandasýslu.

Meðlimir Kaktuss voru Matthías Garðarsson söngvari og gítarleikari (Straumar), Friðrik Þór Haraldsson gítarleikari, Rafn Hafliðason gítarleikari og Reynir Finnbogason trommuleikari. Viðar Jónsson bættist í hópinn vorið 1970 en ekki liggur fyrir hvaða hlutverki hann gegndi í sveitinni.