Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Afmælisbörn 5. nóvember 2022

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Afmælisbörn 5. nóvember 2021

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Afmælisbörn 5. nóvember 2020

Um þetta leyti eru um sex ár síðan Glatkistan fór í loftið og í byrjun nóvember 2014 hófu „Afmælisbörn dagsins“ göngu sína. Af því tilefni birtist frá og með deginum í dag lítil klausa neðst í Afmælisbörnunum undir liðnum Vissir þú… en þar verður að finna stuttan (tilgangslausan) fróðleik um íslenska tónlistarsögu, eitthvað sem sumir…

Afmælisbörn 5. nóvember 2019

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Viðar Jónsson (1947-)

Tónlistarmaðurinn Viðar Jónsson hefur komið víða við í tónlistarbransanum þótt ekki hafi hann verið áberandi í vinsældapoppinu, hann var þó allþekktur í pöbbabransanum og á einnig að baki nokkrar útgefnar plötur. Viðar (f. 1947) á rætur sínar að rekja í Kópavoginn og þar lék hann með ýmsum hljómsveitum á unglingsárum sínum. Hann mun hafa byrjað…

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…

Kaktus [1] (1970)

Hljómsveitin Kaktus starfaði á Patreksfirði og lék þar og í nærsveitum árið 1970 og sjálfsagt lengur, þá var talað um hana sem vinsælustu sveitina í Barðastrandasýslu. Meðlimir Kaktuss voru Matthías Garðarsson söngvari og gítarleikari (Straumar), Friðrik Þór Haraldsson gítarleikari, Rafn Hafliðason gítarleikari og Reynir Finnbogason trommuleikari. Viðar Jónsson bættist í hópinn vorið 1970 en ekki…

Kaos (1994)

Hljómsveitin Kaos starfaði í Reykjavík 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilrunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Edvald Morthens söngvari, Eyjólfur R. Eiríksson gítarleikari, Jóhannes K. Pétursson bassaleikari, Jónbjörn Valgeirsson trommuleikari og Viðar Jónsson gítarleikari. Kaos, sem spilaði rokk, komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Bóbó Pjeturs og fjölskylda (1969-70)

Hljómsveitin Bóbó Pjeturs og fjölskylda starfaði í Menntaskólanum að Laugarvatni veturinn 1969-70 og var þar eins konar skólahljómsveit. Meðlimir hennar voru Halldór Gunnarsson (síðar Þokkabót), Viðar Jónsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Þórólfur Guðnason og Smári Geirsson, sá síðast taldi var trommuleikari en óljóst er hvaða hlutverki hinir höfðu að gegna í hljómsveitinni.

Garðar og Gosar (1964)

Hljómsveitin Gosar, sem iðulega var kölluð Garðar og Gosar mun teljast ein fyrsta bítlasveit Íslands og vilja meðlimir hennar meina reyndar að hún hafi rutt brautina fyrir Hljóma sem komu upp um svipað leyti árið 1964. Garðar og Gosar skartaði söngvaranum Garðari Guðmundssyni en aðrir meðlimir voru Magnús Harðarson, Jón Ármannsson, Viðar Jónsson og Markús…

Geislar [1] (1963-64)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um þá skólahljómsveit sem ku hafa borið nafnið Geislar, en hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík upp úr 1960, líklega þó ekki fyrr en 1963 eða þar um bil. Gunnar Jökull Hákonarson (Trúbrot o.fl.) mun hafa stofnað sveitina ásamt Viðari Jónssyni og Jóni Ármannssyni, og síðar bættist í…

Stuðlatríó (1965-91)

Stuðlatríó(ið) (sem upphaflega kom úr Kópavogi) starfaði um ríflega tuttugu og fimm ára skeið (með hléum þó) á síðari hluta liðinnar aldar. Eftir nokkra rannsóknarvinnu er niðurstaðan sú að Stuðlatríóið og Stuðlar sé sama sveitin og hún hafi gengið undir mismunandi nöfnum eftir meðlimafjölda hverju sinni, gengið er út frá því þar til annað kemur…