Suicidal diarrhea (1992-93)

Suicidal diarrhea

Hljómsveitin Suicidal diarrhea starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og lék eins og nærri má geta dauðarokk en sjálfir skilgreindu þeir tónlistina sem nýbylgjupönk.

Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1992 þegar hún spilaði á listahátíð Fellahellis og svo aftur að ári, en þá um vorið (1993) var sveitin jafnframt meðal þátttökusveita í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Suicidal diarrhea voru þá Jóhannes Pétursson bassaleikari, Viðar Jónsson trommuleikari, Eðvarð Morthens söngvari, Eyjólfur Róbert Eyjólfsson gítarleikari og Sigurður Árnason Waage gítarleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Suicidal diarrhea starfaði áfram eftir Músíktilraunir og kom nokkrum sinnum fram á tónleikum um sumarið og haustið en hvarf að því loknu, og vorið eftir birtist meirihluti sveitarinnar í hljómsveitinni KAOS í Músíktilraunum.