Angistarfullt matarboð Baldurs í nýju myndbandi

„DAMN IT.” heitir fyrsta lagið og myndbandið sem tónlistarmaðurinn Baldur gefur út undir eigin nafni. Lagið markar fyrstu spor sólóferils hans og snertir málefni á borð við sjálfsefa, kvíða og ráðvillu. Þröngskífa er einnig í bígerð og mun líta dagsins ljós síðar á árinu. Baldur Hjörleifsson má helst skilgreina sem einhvers konar tónlistarlegt kamelljón. Í…

Afmælisbörn 28. febrúar 2023

Afmælisbörnin eru fimm á þessum degi: Fyrsta skal nefna Maríu Baldursdóttur söngkonu, hárgreiðslumeistara og fyrrum fegurðardrottningu Íslands en hún er sjötíu og sex ára gömul í dag. María (sem er ekkja Rúnars Júlíussonar) hóf söngferil sinn með í Keflavík með Skuggum en söng síðar með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar, Bluebirds, Heiðursmönnum, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni og…

Afmælisbörn 27. febrúar 2023

Glatkistan hefur í dag að geyma þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Helgi Hermannsson gítarleikari og söngvari frá Vestmannaeyjum er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Helgi starfaði með ýmsum hljómsveitum í Vestmannaeyjum hér fyrrum og síðar einnig uppi á landi en meðal þeirra má nefna Bobba, Loga, Hljómsveit Gissurar Geirs, Skugga og Víkingasveitina. Þá hefur…

Afmælisbörn 26. febrúar 2023

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin…

Afmælisbörn 25. febrúar 2023

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorsteinn Eggertsson textaskáld, teiknari og tónlistarmaður er áttatíu og eins árs gamall í dag, þekktastur er hann fyrir textagerð sína, einkum frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann samdi ógrynni dægurlagatexta sem flestir þekkja enn í dag en þar má nefna Slappaðu af, Ég elska alla og…

Afmælisbörn 24. febrúar 2023

Fimm afmælisbörn eru skráð á þessum degi: Engilbert Jensen söngvari og trommuleikari er áttatíu og áttatíu og tveggja ára gamall en hann eru auðvitað þekktastur sem söngvari Hljóma, Trúbrota og Ðe lónlí blú bojs. Lög á borð við Bláu augun þín, Heim í Búðardal og Leyndarmál eru öllum kunn. Hann var einnig í öðrum sveitum…

Afmælisbörn 23. febrúar 2023

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötíu og þriggja ára í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin (sem er…

Svavar Gests (1926-96)

Líklega hafa fáir ef nokkur komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti og Svavar Gests en segja má að framlag hans í því samhengi sé ómetanlegt. Hér má nefna hljómplötuútgáfu og dreifingu á þeim, skrif um tónlist, miðlun tónlistar, kynningu og fræðslu í útvarpi, hljómsveitarstjórn og hljóðfæraleik, útsetningar, tónlistarkennslu, umboðsmennsku og sjálfsagt ennþá fleira…

Svala Nielsen – Efni á plötum

Svala Nielsen – Svala Nielsen: fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenzk tónskáld/fourteen songs by fourteen Icelandic composers Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 096 Ár: 1976 1. Minning 2. Lindin 3. Þú eina hjartans yndið mitt 4. Hvert örstutt spor 5. Í dag skein sól 6. Amma raular í rökkrinu 7. Mánaskin 8. Viltu fá minn vin…

Svala Nielsen (1932-2016)

Óperusöngkonan Svala Nielsen var af því sem kallað hefur verið önnur kynslóð óperusöngvara á Íslandi, hún söng óperuhlutverk, söng einsöng á sviði og í útvarpssal bæði ein og ásamt fleirum auk þess sem plata kom út með söng hennar. Hún starfaði þó lítið við söngkennslu eins og svo margir kollegar hennar heldur helgaði sig fjölskyldufyrirtækinu…

Sveinbjörn Þorsteinsson (1914-2007)

Sveinbjörn Þorsteinsson var fyrir miðja síðustu öld þekktur skemmtikraftur en hann fór þá víða og skemmti með söng og gítarspili ásamt Ólafi Beinteinssyni félaga sínum. Sveinbjörn fæddist að Hurðarbaki í Borgarfirði vorið 1914 og bjó þar framan af ævi. Hann mun hafa lært eitthvað á fiðlu á sínum yngri árum og einnig mun hann hafa…

Sveinsstaðasextettinn (um 1978)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sveinsstaðasextettinn starfaði á Ólafsvík líklega á árunum 1977-78 eða um það leyti. Meðlimir Sveinsstaðasextettsins voru þau Ísólfur Gylfi Pálmason, Sveinn Þór Elinbergsson [trommuleikari?], Sigurður Elinbergsson [bassaleikari?], Sigurður Kr. Höskuldsson [gítarleikari?], Ævar Guðmundsson, Örn Guðmundsson og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir söngkona en einnig mun Magnús Stefánsson hafa komið við sögu sveitarinnar. Óskað…

Sveinn Ólafsson (1913-87)

Nafn Sveins Ólafssonar ætti að vera mun meira áberandi þegar kemur að sögu íslenskrar tónlistar heldur en raun hefur orðið því hann kom að mörgum frumkvöðlaverkefnum þó ekki hafi hann endilega sem einstaklingur verið í fararbroddi hvað þau varðar. Hann var til að mynda fiðluleikari í fyrstu óperettunni sem sett var á svið hérlendis, fyrstu…

Sveinn Ásgeirsson – Efni á plötum

Sveinn Ásgeirsson – Úr útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG-138 / 798 Ár: 1980 1. Já eða nei 2. Já eða nei: Rímsnillingarnir A 3. Vogun vinnur, vogun tapar A 4. Já eða nei: Hvert er starfið? 5. Vel mælt A 6. Brúðkaupsferðin 7. Já eða nei: Rímsnillingarnir B 8. Hver talar? 9. Brúðkaupsferðin:…

Sveinn Ásgeirsson (1925-2002)

Sveinn Gunnar Ásgeirsson (1925-2002) var þjóðhagfræðingur og bókmennafræðingur með heimspeki og listasögu sem aukagreinar, og hafði því yfirgripsmikla þekkingu á ýmsum málefnum. Hann starfaði m.a. sem blaðamaður, rithöfundur og þýðandi, stofnaði neytendasamtökin og veitti þeim forstöðu um árabil, en var þó fyrst og fremst þekktur og vinsæll útvarpsmaður en hann annaðist fjölda spurninga- og skemmtiþátta…

Sveindómurinn (1989-91)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveindómurinn (eða Sveindómur) var starfrækt í Kópavogi í kringum 1990, að öllum líkindum 1989-91. Sveitin sem einkum lagði áherslu á ábreiðutónlist var stofnuð af Matthíasi Baldurssyni hljómborðsleikara og söngvara, Finni P. Magnússyni trommuleikara og gítarleikara sem kallaður var Bibbi en þeir voru þá á fermingaraldri. Kristinn Guðmundsson bassaleikari bættist síðan í…

Sveindís (um 1975)

Hljómsveit sem skilgreina mætti sem kvennahljómsveit starfaði innan Tónlistarskólans í Reykjavík og bar nafnið Sveindís. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin starfaði nákvæmlega en það mun þó hafa verið í kringum miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Meðlimir Sveindísar voru Ragnhildur Gísladóttir söngvari og bassaleikari, Þórunn Björnsdóttir saxófónleikari, Hrafnhildur Guðmundsdóttir píanó- og gítarleikari og svo karlkyns trommuleikari…

Sveitó [1] (1966-69)

Bítlahljómsveitin Sveitó var starfrækt á Blönduósi síðari hluta sjöunda áratugar liðinnar aldar og lék þá nokkuð á dansleikjum í heimasveitinni. Sveitó var stofnuð haustið 1966 og lét að sér kveða fljótlega á Blönduósi, lék þá t.a.m. á dansleikjum tengdum Húnavöku en einnig almennum dansleikjum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Baldur Valgeirsson söngvari, Gunnar Sigurðsson trommuleikari (sem…

Sveitamenn (1997-98)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pöbbahljómsveit sem starfaði undir lok síðustu aldar undir nafninu Sveitamenn, að minnsta kosti á árunum 1997 til 98 en hún lék á Suðurlandi og suðvesturhorni landsins. Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi og hljóðfæraskipan, auk annars sem þætti við hæfi í umfjöllun um sveitina.

Afmælisbörn 22. febrúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og þriggja ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Afmælisbörn 21. febrúar 2023

Tvö afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson (Addi rokk f. 1933) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2019. Þessi skrautlegi tónlistarmaður og áhugaleikari kom víða við á ferli sínum, hann var Elvis eftirherma og starfrækti Tónatríóið og Tónabræður í mörg ár auk þess að vera í sveitum…

Afmælisbörn 20. febrúar 2023

Afmælisbörn dagsins eru sex talsins á þessum degi: Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er sjötíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum.…

Afmælisbörn 19. febrúar 2023

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Hanna Steina (Jóhanna Steinunn) Hjálmtýsdóttir söngkona fagnar sextíu og eins árs afmæli í dag. Eins og flestir vita er hún dóttir Hjálmtýs Hjálmtýssonar söngvara og þ.a.l. systir Páls Óskars og Diddúar en hún hefur sungið með fjölmörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal eru…

Afmælisbörn 18. febrúar 2023

Glatkistan hefur að þessu sinni þrjú afmælisbörn á skrá: Halldór Haraldsson píanóleikari er áttatíu og sex ára gamall í dag. Hann nam hér heima og í London, hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt á píanó í og gegnt stöðu skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, gegnt ábyrgðarstörfum fyrir FÍT og önnur félagssamtök hér heima og erlendis svo…

Afmælisbörn 17. febrúar 2023

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Magnús Ólafsson skemmtikraftur og söngvari (Bjössi bolla) er sjötíu og sjö ára gamall á þessum degi. Tónlistarferill Magnúsar er mun stærri en fólk gerir sér almennt fyrir, hann ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni söngvara gaf út tvær plötur undir nöfnum Hurðaskellis og Stúfs (og reyndar eina til sem…

Afmælisbörn 16. febrúar 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu…

Súld (1986-92)

Hljómsveitin Súld vakti heilmikla athygli á níunda áratug síðustu aldar og fram á tíunda áratuginn en sveitin lék eins konar spunadjass, bræðingstónlist með áhrif úr rokki, fönki og víðar. Þó mætti segja að sveitin hafi verið jafn eftirsótt til spilamennsku erlendis heldur en hér á landi því hún fór alloft utan. Tildrög þess að Súld…

Súld – Efni á plötum

Súld – Bukoliki Útgefandi: Súld & Gramm / Músík Útgáfunúmer: Gramm-3 / Músík 010 Ár: 1988 / 2006 1. Gróðursetning (Transplantation) 2. Augnablik (Moment) 3. U.V.E. 4. Nálarhús (Box of needles) 5. Bukoliki 6. Ontario austur (Ontario East) 7. Brottför 11/8 (Departure) 8. Snerting (Touch) Flytjendur: Stefán Ingólfsson – bassi Szymon Kuran – fiðla Lárus…

Svart og hvítt – Efni á plötum

Svart og hvítt – Keikó: á heimleið Útgefandi: Svart og hvítt Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Keikó syngur 2. Keikólagið 3. The Keiko song 4. Keiko reisir bú 5. Keiko sangen 6. We are waves 7. The Keiko song (karaoke version) 8. We are waves (karaoke version) Flytjendur: Sönghópurinn Svart og hvítt: – Júlía…

Svart og hvítt (1998)

Sönghópurinn Svart og hvítt var settur saman sumarið 1998 í tilefni þess að háhyrningurinn Keikó kom „heim“ en Keikó þessi hafði tveggja ára verið fangaður við Íslands strendur árið 1978 og fluttur í kjölfarið til Bandaríkjanna þar sem hann gekk undir þjálfun og „lék“ síðar í Free Willy kvikmyndunum sem nutu mikilla vinsælda á tíunda…

Sveiflukvartettinn [2] (2017)

Djassaður kammerkvartett sem gekk undir nafninu Sveiflukvartettinn lék á fáeinum tónleikum á landsbyggðinni árið 2017 og var að líkindum settur saman sérstaklega fyrir þá ferð. Kvartettinn skipuðu systkinin Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Óskar Kjartansson trommuleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari.

Sveiflukvartettinn [1] (1998-2003)

Sveiflukvartettinn var skipaður mönnum sem flestir voru komnir á efri ár en sveitin lék töluvert opinberlega í kringum síðustu aldamót. Kvartettinn var settur saman árið 1998 og það var svo árið 2000 sem hann kom fyrst fram opinberlega og í kjölfarið lék hann reglulega til ársins 2003, eða um þrjátíu sinnum bæði á tónleikum og…

Svavar Benediktsson (1913-77)

Svavar Benediktsson var sannkallað alþýðutónskáld sem samdi nokkrar af þeim sígildu dægurlagaperlum sem komu út um miðja síðustu öld, margar þeirra hafa lifað góðu lífi til dagsins í dag og fremst þeirra hlýtur að teljast Sjómannavalsinn (Það gefur á bátinn við Grænland). Svavar hét réttu og fullu nafni Karl Svafar Liljendal Benediktsson og var hann…

Sveiflusextettinn (1990-92)

Sveiflusextettinn svokallaði mun hafa verið settur á laggirnar til að leika á norrænni djasshátíð Ríkisútvarpsins, RÚREK vorið 1990 en sveitin kom þar fram í fyrsta sinn. Meðlimir Sveiflukvartettsins voru þeir Hrafn Pálsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Bragi Einarsson klarinettu- og saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari. Sveitinni þótti takast það…

Sveifluhálsarnir (1993)

Söngflokkurinn Sveifluhálsarnir söng á jólaplötu Ómars Ragnarssonar, Ómar finnur Gáttaþef sem kom út fyrir jólin 1993. Sveifluhálsarnir voru að öllum líkindum settir saman fyrir þá einu plötu þar sem þau sungu tvö lög en á plötunni Árþúsundajól: ellefu- áramóta og jólalög með textum eftir Ómar Ragnarsson, sem kom úr haustið 1999 og var nokkurs konar…

Sveifluvaktin [2] (1998)

Hljómsveitin Sveifluvaktin hafði að geyma nokkra þekkta djassista en hún starfaði árið 1998 og kom fram í nokkur skipti frá og með vorinu og til hausts. Meðlimir Sveifluvaktarinnar voru Gunnar Gunnarsson píanóleikari sem stofnaði sveitina, Sigurður Flosason saxófónleikari, Tómas R. Einarsson bassaleikari og Kári Árnason trommuleikari. Um sumarið hafði Matthías M.D. Hemstock tekið við trommukjuðunum…

Sveifluvaktin [1] (1985-86)

Djasskvartett sem hlaut nafnið Sveifluvaktin starfaði á Akranesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var stofnuð vorið 1985 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1986 en hún mun hafa verið fyrsta starfandi djasssveitin á Skaganum. Sveitin kom fram í nokkur skipti í heimabænum og lék blöndu frumsamins efnis og þekktra standarda. Meðlimir…

Sveinasextettinn (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveinasextettinn var sett saman fyrir eitt gigg, Þorláksmessutónleika Bubba Morthens í desember 1985 á Hótel Borg. Sveitin var auk Bubba sem lék á gítar og söng skipuð þeim Jens Hanssyni saxófónleikara, Guðmundi Ingólfssyni harmonikku- og orgelleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Kormáki Geirharðssyni sneriltrommuleikara og Björgúlfi Egilssyni bassaleikari en einnig kom Megas (Magnús…

Afmælisbörn 15. febrúar 2023

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB,…

Afmælisbörn 14. febrúar 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er þrjátíu og níu ára en hann þekkja allir. Víkingur nam í Bandaríkjunum…

Afmælisbörn 13. febrúar 2023

Í dag er eitt afmælisbarn á lista Glatkistunnar: Aðalsteinn Ísfjörð (Sigurpálsson) harmonikkuleikari og múrarameistari átti afmæli þennan dag en hann lést á síðasta ári. Aðalsteinn sem var Húsvíkingur kom víða við á sínum ferli sem harmonikkuleikari, gaf út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og lék með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna…

Afmælisbörn 12. febrúar 2023

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…

Afmælisbörn 11. febrúar 2023

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og fjögurra ára í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs,…

Afmælisbörn 10. febrúar 2023

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2023

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sjötugur í dag. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og Andrew…

Súkkat (1990-2009)

Dúettinn Súkkat var töluvert í umræðunni á síðasta áratug liðinnar aldar en hann þótti þá koma með ferskt innlegg í annars fremur bragðdaufa tónlistarflóruna, þrjár plötur komu út með Súkkat og fjölmörg lög náðu vinsældum. Þeir Súkkat-liðar Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson munu hafa kynnst í námi sínu sem matreiðslumenn en þeir voru oft…

Súkkat – Efni á plötum

Súkkat – [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hafþór Ólafsson – söngur Gunnar Örn Jónsson – gítar Súkkat – Dúettinn Súkkat Útgefandi: Bein leið Útgáfunúmer: BL 003 Ár: 1993 1. Jóhann 2. Fyrirsát 3. Steinaldarbyggð 4. Nefelt 5. Firra um kríuunga 6. Þreyjararnir 7. Bakarí 8. Ökuníð…

Svartlist (1983)

Árið 1983 var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu hljómsveit sem bar nafnið Svartlist, að öllum líkindum fremur skammlíf sveit. Hún kom fram í fáein skipti um haustið. Meðlimir Svartlistar voru þeir Sigurbjörn Þorbergsson bassaleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Sævar Lúðvíksson söngvari og Örn Sigmundsson gítarleikari. Svo virðist sem Marteinn Bjarnar Þórðarson hafi einnig á einhverjum tímapunkti verið í…

Svartir strumpar (1993)

Söngsveit sem bar nafnið Svartir strumpar kom fram á útitónleikum sem haldnir voru á Lækjartorgi sumarið 1993 til styrktar Stígamótum, ekki eru heimildir um að sveitin hafi komið fram opinberlega annars staðar. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Svörtu strumpana s.s. hversu margir þeir voru, hverjir skipuðu hópinn, hversu lengi hann starfaði og hvort einhver…

Svartigaldur (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Svartigaldur var meðal flytjenda á safnplötunni Lagasafnið 6 sem kom út árið 1997 en sveitin átti þar eitt lag – 17 milljón möguleikar. Óvíst er hvort þessi hljómsveit var í raun starfandi eða einvörðungu sett saman fyrir upptökur á laginu sem var eftir Magnús Sigurðsson en hann átti einnig textann. Sjálfur…