Súld (1986-92)

Hljómsveitin Súld vakti heilmikla athygli á níunda áratug síðustu aldar og fram á tíunda áratuginn en sveitin lék eins konar spunadjass, bræðingstónlist með áhrif úr rokki, fönki og víðar. Þó mætti segja að sveitin hafi verið jafn eftirsótt til spilamennsku erlendis heldur en hér á landi því hún fór alloft utan. Tildrög þess að Súld…

Súld – Efni á plötum

Súld – Bukoliki Útgefandi: Súld & Gramm / Músík Útgáfunúmer: Gramm-3 / Músík 010 Ár: 1988 / 2006 1. Gróðursetning (Transplantation) 2. Augnablik (Moment) 3. U.V.E. 4. Nálarhús (Box of needles) 5. Bukoliki 6. Ontario austur (Ontario East) 7. Brottför 11/8 (Departure) 8. Snerting (Touch) Flytjendur: Stefán Ingólfsson – bassi Szymon Kuran – fiðla Lárus…

Svart og hvítt – Efni á plötum

Svart og hvítt – Keikó: á heimleið Útgefandi: Svart og hvítt Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Keikó syngur 2. Keikólagið 3. The Keiko song 4. Keiko reisir bú 5. Keiko sangen 6. We are waves 7. The Keiko song (karaoke version) 8. We are waves (karaoke version) Flytjendur: Sönghópurinn Svart og hvítt: – Júlía…

Svart og hvítt (1998)

Sönghópurinn Svart og hvítt var settur saman sumarið 1998 í tilefni þess að háhyrningurinn Keikó kom „heim“ en Keikó þessi hafði tveggja ára verið fangaður við Íslands strendur árið 1978 og fluttur í kjölfarið til Bandaríkjanna þar sem hann gekk undir þjálfun og „lék“ síðar í Free Willy kvikmyndunum sem nutu mikilla vinsælda á tíunda…

Sveiflukvartettinn [2] (2017)

Djassaður kammerkvartett sem gekk undir nafninu Sveiflukvartettinn lék á fáeinum tónleikum á landsbyggðinni árið 2017 og var að líkindum settur saman sérstaklega fyrir þá ferð. Kvartettinn skipuðu systkinin Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Óskar Kjartansson trommuleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari.

Sveiflukvartettinn [1] (1998-2003)

Sveiflukvartettinn var skipaður mönnum sem flestir voru komnir á efri ár en sveitin lék töluvert opinberlega í kringum síðustu aldamót. Kvartettinn var settur saman árið 1998 og það var svo árið 2000 sem hann kom fyrst fram opinberlega og í kjölfarið lék hann reglulega til ársins 2003, eða um þrjátíu sinnum bæði á tónleikum og…

Svavar Benediktsson (1913-77)

Svavar Benediktsson var sannkallað alþýðutónskáld sem samdi nokkrar af þeim sígildu dægurlagaperlum sem komu út um miðja síðustu öld, margar þeirra hafa lifað góðu lífi til dagsins í dag og fremst þeirra hlýtur að teljast Sjómannavalsinn (Það gefur á bátinn við Grænland). Svavar hét réttu og fullu nafni Karl Svafar Liljendal Benediktsson og var hann…

Sveiflusextettinn (1990-92)

Sveiflusextettinn svokallaði mun hafa verið settur á laggirnar til að leika á norrænni djasshátíð Ríkisútvarpsins, RÚREK vorið 1990 en sveitin kom þar fram í fyrsta sinn. Meðlimir Sveiflukvartettsins voru þeir Hrafn Pálsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Bragi Einarsson klarinettu- og saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari og Kristján Kjartansson trompetleikari. Sveitinni þótti takast það…

Sveifluhálsarnir (1993)

Söngflokkurinn Sveifluhálsarnir söng á jólaplötu Ómars Ragnarssonar, Ómar finnur Gáttaþef sem kom út fyrir jólin 1993. Sveifluhálsarnir voru að öllum líkindum settir saman fyrir þá einu plötu þar sem þau sungu tvö lög en á plötunni Árþúsundajól: ellefu- áramóta og jólalög með textum eftir Ómar Ragnarsson, sem kom úr haustið 1999 og var nokkurs konar…

Sveifluvaktin [2] (1998)

Hljómsveitin Sveifluvaktin hafði að geyma nokkra þekkta djassista en hún starfaði árið 1998 og kom fram í nokkur skipti frá og með vorinu og til hausts. Meðlimir Sveifluvaktarinnar voru Gunnar Gunnarsson píanóleikari sem stofnaði sveitina, Sigurður Flosason saxófónleikari, Tómas R. Einarsson bassaleikari og Kári Árnason trommuleikari. Um sumarið hafði Matthías M.D. Hemstock tekið við trommukjuðunum…

Sveifluvaktin [1] (1985-86)

Djasskvartett sem hlaut nafnið Sveifluvaktin starfaði á Akranesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var stofnuð vorið 1985 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1986 en hún mun hafa verið fyrsta starfandi djasssveitin á Skaganum. Sveitin kom fram í nokkur skipti í heimabænum og lék blöndu frumsamins efnis og þekktra standarda. Meðlimir…

Sveinasextettinn (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Sveinasextettinn var sett saman fyrir eitt gigg, Þorláksmessutónleika Bubba Morthens í desember 1985 á Hótel Borg. Sveitin var auk Bubba sem lék á gítar og söng skipuð þeim Jens Hanssyni saxófónleikara, Guðmundi Ingólfssyni harmonikku- og orgelleikara, Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara, Kormáki Geirharðssyni sneriltrommuleikara og Björgúlfi Egilssyni bassaleikari en einnig kom Megas (Magnús…

Afmælisbörn 15. febrúar 2023

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Hörður Bragason organisti er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur í dag sem organisti og undirleikari lék hann með ýmsum þekktum og óþekktum hljómsveitum á árum áður. Þeirra á meðal má nefna orgelkvartettinn Apparat, Bruna BB,…