Súkkat (1990-2009)

Dúettinn Súkkat var töluvert í umræðunni á síðasta áratug liðinnar aldar en hann þótti þá koma með ferskt innlegg í annars fremur bragðdaufa tónlistarflóruna, þrjár plötur komu út með Súkkat og fjölmörg lög náðu vinsældum. Þeir Súkkat-liðar Hafþór Ólafsson og Gunnar Örn Jónsson munu hafa kynnst í námi sínu sem matreiðslumenn en þeir voru oft…

Súkkat – Efni á plötum

Súkkat – [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1993 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Hafþór Ólafsson – söngur Gunnar Örn Jónsson – gítar Súkkat – Dúettinn Súkkat Útgefandi: Bein leið Útgáfunúmer: BL 003 Ár: 1993 1. Jóhann 2. Fyrirsát 3. Steinaldarbyggð 4. Nefelt 5. Firra um kríuunga 6. Þreyjararnir 7. Bakarí 8. Ökuníð…

Svartlist (1983)

Árið 1983 var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu hljómsveit sem bar nafnið Svartlist, að öllum líkindum fremur skammlíf sveit. Hún kom fram í fáein skipti um haustið. Meðlimir Svartlistar voru þeir Sigurbjörn Þorbergsson bassaleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Sævar Lúðvíksson söngvari og Örn Sigmundsson gítarleikari. Svo virðist sem Marteinn Bjarnar Þórðarson hafi einnig á einhverjum tímapunkti verið í…

Svartir strumpar (1993)

Söngsveit sem bar nafnið Svartir strumpar kom fram á útitónleikum sem haldnir voru á Lækjartorgi sumarið 1993 til styrktar Stígamótum, ekki eru heimildir um að sveitin hafi komið fram opinberlega annars staðar. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Svörtu strumpana s.s. hversu margir þeir voru, hverjir skipuðu hópinn, hversu lengi hann starfaði og hvort einhver…

Svartigaldur (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Svartigaldur var meðal flytjenda á safnplötunni Lagasafnið 6 sem kom út árið 1997 en sveitin átti þar eitt lag – 17 milljón möguleikar. Óvíst er hvort þessi hljómsveit var í raun starfandi eða einvörðungu sett saman fyrir upptökur á laginu sem var eftir Magnús Sigurðsson en hann átti einnig textann. Sjálfur…

Svartfugl [2] (2001)

Árið 2001 var starfrækt hljómsveit undir nafninu Svartfugl. Einu upplýsingarnar sem Glatkistan hefur undir höndum um þessa sveit er að Páll Banine mun hafa verið í henni, hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Svartfugl, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Svartfugl [1] (1998-99)

Djasstríóið Svartfugl starfaði um rúmlega eins árs skeið undir lok síðustu aldar. Svartfugl kom fyrst fram sumarið 1998 þegar tríóið lék á Jómfrúnni lög eftir Cole Porter í eigin útsetningum og Cole Porter var jafnan meginstef sveitarinnar framan af en þeir félagar léku einkum á höfuðborgarsvæðinu og á stöðum eins og áðurnefndri Jómfrú, Múlanum og…

Svanhildur Leósdóttir – Efni á plötum

Svanhildur Sumarrós Leósdóttir – Perlur minninganna Útgefandi: Svanhildur Sumarrós Leósdóttir Útgáfunúmer: SSL cd 01 Ár: 1997 1. Heima á Mýrarlóni 2. Kveðja til farmannsins 3. Hljóðnar dagsins hvinur 4. Vornóttin blíð 5. Mín heimabyggð 6. Stjörnublik 7. Heimkynni bernskunnar 8. Blíðasti blær 9. Dönsum og syngjum 10. Perlur minninganna 11. Bærinn minn 12. Nikkuball 13.…

Svanhildur Leósdóttir (1940-2009)

Nafn Svanhildar Leósdóttur er þekkt um norðanvert landið en hún kom víða við í tónlistarlegum skilningi, samdi bæði lög og ljóð, starfrækti hljómsveitir, var öflug í félagsstarfi  harmonikkuleikara við Eyjafjörð og gaf út plötu í eigin nafni. Svanhildur Sumarrós Leósdóttir fæddist sumarið 1940 á Akureyri en ólst upp á Mýrarlóni sem í dag er vel…

Sveiflubræður [1] (1968)

Hljómsveitin Sveiflubræður var líklega aldrei til sem starfandi sveit og aukinheldur er líklegt að hún hafi fengið nafn sitt fjörutíu árum eftir að hún lék á upptöku í Súlnasal Hótel Sögu. Í raun var hér um að ræða hljómsveit Ragnars Bjarnasonar sem starfaði á Hótel Sögu og var húshljómsveit þar til margra ára. Þeir félagar…

Svartur ís (1998)

Hljómsveitin Svartur ís starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1998 og skartaði þekktum tónlistarmönnum, sveitin lék fönkskotna tónlist á skemmtistöðum borgarinnar og sendi frá sér eitt lag á safnplötu sem fór reyndar ekki hátt. Svartur ís kom fram á sjónarsviðið í mars 1998 en gæti hafa verið starfandi frá því árið á undan, sveitin lék…

Sveiflubræður [2] (2015)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem kom fram í tengslum við messu í Árbæjarkirkju í Reykjavík haustið 2015 undir nafninu Sveiflubræður. Ekkert er að finna um þessa sveit, hvort um var að ræða starfandi sveit eða hvort hún var sett saman einvörðungu fyrir þennan viðburð – því er óskað eftir frekari upplýsingum um það,…

Afmælisbörn 8. febrúar 2023

Afmælisbörnin eru fimm talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og átta ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…