Svartlist (1983)

Árið 1983 var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu hljómsveit sem bar nafnið Svartlist, að öllum líkindum fremur skammlíf sveit. Hún kom fram í fáein skipti um haustið.

Meðlimir Svartlistar voru þeir Sigurbjörn Þorbergsson bassaleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Sævar Lúðvíksson söngvari og Örn Sigmundsson gítarleikari. Svo virðist sem Marteinn Bjarnar Þórðarson hafi einnig á einhverjum tímapunkti verið í sveitinni og þá leikið á trommur.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Svartlist.