Söngsveit sem bar nafnið Svartir strumpar kom fram á útitónleikum sem haldnir voru á Lækjartorgi sumarið 1993 til styrktar Stígamótum, ekki eru heimildir um að sveitin hafi komið fram opinberlega annars staðar.
Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Svörtu strumpana s.s. hversu margir þeir voru, hverjir skipuðu hópinn, hversu lengi hann starfaði og hvort einhver stjórnandi hélt utan um sönginn. Einnig væri vel þegið að fá myndefni.