Afmælisbörn 31. mars 2023

Á þessum degi eru sjö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Afmælisbörn 30. mars 2023

Afmælisbörnin í dag eru sex talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og átta ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Pálliin musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig tónskáld…

Sveitasveitin Hundslappadrífa (1994-2005)

Sveitasveitin Hundslappadrífa vakti nokkra athygli undir lok síðustu aldar þegar sveitin sendi frá sér plötu en tónlist hennar þótti svolítið sér á báti, frumsamið þjóðlagaskotið rokk með vönduðum textum knúin af fremur óhefðbundinni hljóðfæraskipan. Sögu Hundslappadrífu má rekja allt aftur til 1994 þegar bræðurnir Þorkell Sigurmon og Þormóður Garðar Símonarsynir frá Görðum í Staðarsveit á…

Sylvía (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Sylvía en hún mun hafa verið starfandi á áttunda áratug síðustu aldar og innihaldið hljómborðsleikarann Nikulás Róbertsson. Nikulás er frá Vopnafirði en óvíst hvort sveitin starfaði þar eða á höfuðborgarsvæðinu, hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í…

Svona er sumarið [safnplöturöð] – Efni á plötum

Svona er sumarið ’98 – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 052 Ár: 1998 1. Skítamórall – Farin 2. SSSól [1] – Síðan mætumst við aftur 3. Sóldögg – Fínt lag 4. Á móti sól – Á þig 5. Hunang – Alveg eins og þú 6. Sóldögg – Yfir allt 7. Spur – Allt 8. Skítamórall…

Svona er sumarið [safnplöturöð] (1998-2006)

Níu plötur komu út í sumarsafnplötuseríunni Svona er sumarið sem Skífan/Sena hélt úti á árunum 1998 til 2006 en serían hafði að geyma íslenska tónlist á vegum útgáfufyrirtækisins og var notuð til kynningar á henni, ýmist efni sem væntanlegt var á breiðskífum frá flytjendunum eða til að kanna markaðinn fyrir efnilegt tónlistarfólk. Plöturnar komu út…

Hundslappadrífa – Efni á plötum

Sveitasveitin Hundslappadrífa – Ert’úr sveit! Útgefandi: Hundslappadrífa Útgáfunúmer: HUND SL 001 Ár: 1998 1. Dánarbeð stórlax 2. Dúett 3. Axlar Björn 4. Nauðgun á aðventu 5. Draugasaga 6. Búkolla 7. Vögguvísa í blokkaríbúð 8. VIII. Fjósbrekku Finnur 9. Biðin 10. Línudans í landi 11. Gangsetningar vísur Lödumæðu 12. Laura Loveleash 13. Helvítis disco 14. Lokaorð…

Syngjandi páskar [2] [tónlistarviðburður] (1980-86)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um tónlistarviðburð sem Dýrfirðingar héldu um árabil í kringum páskahátíðina undir yfirskriftinni Syngjandi páskar, líkast til var hátíðin haldin fyrst haldin árið 1980 og svo árlega til 1986 að minnsta kosti, hugsanlega jafnvel mun lengur. Það mun hafa verið Tómas Jónsson skólastjóri og sparisjóðsstjóri sem var aðal hvatamaðurinn og drifkrafturinn…

Syngjandi páskar [1] [tónlistarviðburður] (1956-58)

Syngjandi páskar var yfirskrift tónlistarskemmtana sem Félag íslenzkra einsöngvara stóð fyrir á sjötta áratug síðustu aldar en þær nutu gríðarlegra vinsælda. Félag einsöngvara hafði verið stofnað árið 1954 til að efla hag einsöngs hér á landi og snemma árs 1956 kom upp sú hugmynd að stofna til tónlistarskemmtunar um páskana af léttara taginu svo almenningur…

Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.

Syndir feðranna [2] (1991-92)

Hljómsveitin Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði veturinn 1991-92 og lék þá m.a. á skemmtun á vegum verkmenntaskólans í bænum. Það sama kvöld lék önnur hljómsveit sem skipuð var foreldrum meðlima Synda feðranna og bar sú sveit nafnið Mamas and the papas. Hér er giskað á að meðlimir þeirrar sveitar (eða hluti hennar að minnsta…

Syndir feðranna [1] (1970-71)

Hljómsveit sem bar nafnið Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði árið 1970 og 71 og var líklega unglingahljómsveit, alltént lék sveitin á unglingadansleikjum í Egilsbúð. Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi sem og um hljóðfæraskipan sveitarinnar.

Simphix – Efni á plötum

Simphix – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1985 [?] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Synir Abrahams (1991)

Synir Abrahams var meðal skráðra þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991. Frekari deili á sveitinni er hvergi að finna og er því hér með auglýst eftir öllum tiltækum upplýsingum um þessa Syni Abrahams, hverjir þeir voru og á hvaða hljóðfæri þeir léku, hversu lengi þeir störfuðu o.s.frv.

Synir Raspútíns (1991-94 / 2010-14)

Margir muna eftir hljómsveitinni Sonum Raspútíns en hún var töluvert áberandi í spilamennsku sinni á fyrri hluta tíunda áratugarins og sendi þá frá sér lag sem naut vinsælda en kom aldrei út á plötu. Nokkrar mannabreytingar voru innan sveitarinnar og sumir meðlima hennar urðu síðar þekktir tónlistarmenn og reyndar einnig á öðrum sviðum mannlífsins. Synir…

Afmælisbörn 29. mars 2023

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og níu ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2023

Fjögur afmælisbörn (þrjú þeirra eru látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jónas Þórir Þórisson píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og sjö ára gamall í dag. Jónas Þórir er líklega einn þekktasti undirleikari samtímans en hann hefur starfað með ótal tónlistarfólki í gegnum tíðina, þá hefur hann einnig leikið inn á fjölda platna og…

Afmælisbörn 27. mars 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru sjö talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sextíu og sex ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…

Afmælisbörn 26. mars 2023

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og níu ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Afmælisbörn 24. mars 2023

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sjötíu og eins árs en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2023

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, píanóleikari og tónlistarkennari úr Hafnarfirði er fjörutíu og eins árs í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið…

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-93)

Sveinbjörn Beinteinsson verður líklega seint beinlínis talinn til tónlistarmanna en hann hélt rímnakveðskap á lofti alla sína ævi, kvað rímur og gaf út kennsluefni um þær auk þess sem nokkrar plötur og kassettur komu út með rímnakveðskap hans. Margir muna eftir framlagi hans í upphafsatriði kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en hann kom oftsinnis fram ásamt…

Sveinbjörn Beinteinsson – Efni á plötum

Sveinbjörn Beinteinsson – Bragfræði og háttatal [snælda] Útgefandi: Letur Sf. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1981 1. Bragfræði og háttatal 2. Bragfræði og háttatal Flytjendur: Sveinbjörn Beinteinsson – allur flutningur       Sveinbjörn Beinteinsson – Sveinbjörn Beinteinsson kveður úr Eddukvæðum Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 4  Ár: 1982 1. Úr Völuspá 2. Úr Hávamálum 3. Úr…

Swallows (1989)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Swallows og var að öllum líkindum íslensk en hún kom fram á einum tónleikum í Tunglinu ásamt fleiri hljómsveitum, bæði íslenskum og erlendum, í upphafi árs 1989. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan auk annars sem þykir við hæfi í slíkri…

Sveinbjörn I. Baldvinsson – Efni á plötum

Sveinbjörn I Baldvinsson & Ljóðfélagið – Stjörnur í skónum Útgefandi: Almenna bókafélagið / Mál og menning / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: AB P7801 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] / IT 376  Ár: 1978 / 1999 / 2010 1. Upphaf 2. Hann var einn heima 3. Lagið um fuglinn 4. Hann fékk stundum fullt af dóti 5. Lagið…

Sveinbjörn I. Baldvinsson (1957-)

Sveinbjörn I. Baldvinsson er öllu þekktari sem rithöfundur en tónlistarmaður en hann hefur þó komið að tónlist sem laga- og textahöfundur auk þess að starfa með hljómsveitum. Sveinbjörn Ingvi Baldvinsson fæddist í Reykjavík 1957 og fór hefðbundna skólagöngu, ekki liggur fyrir hvort hann lærði í tónlistarskóla en hann nam þó eitthvað af Gunnari H. Jónssyni…

Swingtríó Ívars Þórarinssonar (1939-42)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Ívars Þórarinssonar (einnig kallað Sving tríóið) starfaði á árunum fyrir og í kringum heimsstyrjöldina síðar, líklega frá 1939 til 42. Swingtríóið lék einkum í kabarett- og revíusýningum á höfuðborgarsvæðinu og innihélt þá Ívar Þ. Þórarinsson hljómsveitarstjóra og fiðluleikara, Einar B. Waage kontrabassaleikara og Guðmund Karlsson gítarleikara, allir sungu þeir…

Swingbræður [3] (2012)

Swingbræður var að öllum líkindum sönghópur sem var starfræktur á Sauðárkróki (eða nágrenni) árið 2013. Swingbræður komu þá fram á tónleikum ásamt undirleikaranum Stefáni R. Gíslasyni en upplýsingar vantar um meðlimi hópsins og er því hér með auglýst eftir þeim, sem og um nánari tildrög hans.

Swingbræður [2] (2007)

Óskað er eftir upplýsingum um djasssveit sem kom fram vorið 2007 á hátíðarhöldum á Eyrarbakka undir nafninu Swingbræður en þar var haldið upp að öld var liðin frá konungsheimsókn Friðriks 8. Svo virðist sem Swingbræður hafi aðeins komið fram í þetta eina skipti og er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar sem og hljóðfæraskipan hennar.

Swingbræður [1] (1979-80)

Hljómsveitin Swingbræður er flestum gleymd og grafin en hennar hefur verið minnst sem fyrstu hljómsveitar Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Swingbræður var unglingahljómsveit, líklega stofnuð árið 1979 en hún kom fyrst fram í upphafi árs 1980 og vakti þá strax athygli enda hafði hún að geyma kornunga djasstónlistarmenn, 16-18 ára gamla en þá hafði verið eins konar…

Sweet peace (um 1973)

Hljómsveitin Sweet peace starfaði í  Hagaskóla líklega í kringum 1973 eða 74. Um þessa sveit eru fáar heimildir, vitað er að Eggert Pálsson sem síðar varð slagverksleikari var í sveitinni og lék þar líkast til á trommur eða hljómborð en um aðra meðlimi hennar er ekki vitað og er því óskað eftir upplýsingum um þá…

Swingtríó Stefáns Þorleifssonar (1947)

Stefán Þorleifsson harmonikku- og saxófónleikari starfrækti sumarið 1947 litla hljómsveit sem hann kallaði Swingtríó Stefáns Þorleifssonar. Þessi hljómsveit lék meðal annars á dansleik austur á Stokkseyri en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvorki um hverjir spilafélagar hans voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku né hversu lengi hún starfaði. Stefán átti síðar eftir…

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar (1949)

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar var skammlíf sveit sem harmonikkuleikarinn Róbert Þórðarson starfrækti haustið 1949 en þá lék hún á samkomu skáta á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan kvartett, Róbert var um þetta leyti nýkominn til Íslands eftir nokkurra mánaða námsdvöl í Bandaríkjunum og ekki er ólíklegt að hann hafi tekið með sér jazzstrauma…

Afmælisbörn 22. mars 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Afmælisbörn 21. mars 2023

Á þessum degi eru afmælisbörnin fjögur á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út…

Afmælisbörn 20. mars 2023

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og sex ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er níutíu og eins árs gamall í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér…

Self-Pity – ný smáskífa frá Myrkva

Hljómsveitin Myrkvi sendir nú frá sér sína aðra smáskífu á árinu 2023 – Self-Pity en í ársbyrjun kom lagið Draumabyrjun út með sveitinni. Lögin eru af væntanlegri breiðskífu Myrkva (Magnúsar Thorlacius) og Yngva Holm en þeir kumpánar hafa ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina. Týndu árin og hljóðheimur uppvaxtaráranna, sitt hvorum megin við aldamótin, brutust…

Afmælisbörn 18. mars 2023

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands er fimmtíu og eins árs í dag. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral…

Lúðrasveit verkalýðsins býður til stórtónleika í Hörpu

Lúðrasveit verkalýðsins fagnar um þessar mundir sjötíu ára afmæli sínu og hefur af því tilefni blásið til stórtónleika í tónlistarhúsinu Hörpu sunnudaginn 26. mars nk. kl. 14, í Silfurbergi. Sveitin leikur þá undir stjórn Karenar Sturlaugsdóttur og hefur jafnframt verið stofnuð Stórsveit verkalýðsins sérstaklega fyrir þessa tónleika, þá kemur fram með sveitinni góðvinur hennar, Jón…

Afmælisbörn 17. mars 2023

Fimm tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtíu og þriggja ára í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram,…

Fjöll gefa út Festar

Ný hljómsveit, Fjöll, gefur nú út fyrsta lagið sitt á öllum helstu dreifiveitum. Lagið heitir Festar, ljúfsár og seigfljótandi óður til horfinna tíma og rofinna tengsla, og veitir það forsmekkinn að fleiri lögum sem hljómsveitin vinnur að þessa dagana. Þótt Fjöll séu ný hljómsveit byggir hún á gömlum grunni, því þrír meðlimir sveitarinnar, Guðmundur Annas…

Afmælisbörn 16. mars 2023

Glatkistan hefur fimm afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og þriggja ára afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Svavar Pétur Eysteinsson (1977-2022)

Svavar Pétur Eysteinsson var fyrst og fremst þekktur sem sóló tónlistamaðurinn Prins Póló, sem reyndar gat orðið að hljómsveit þegar á þurfti að halda en hann var einnig í þekktum sveitum eins og Rúnk og Skakkamanage. Eiginkona Svavars Péturs, Berglind Häsler starfaði oft með honum í tónlistinni en saman urðu þau einnig þekkt fyrir margvísleg…

Svavar Pétur Eysteinsson – Efni á plötum

Múldýrið – Múldýrið [ep] Útgefandi: Skakkamanage Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Kúrekinn á múldýrinu 2. Pulse modulation 3. Pulse modulation beat cancel 4. Sumar á sólbekk Flytjendur: Kristín Jónsdóttir – söngur [?] Svavar P. Eysteinsson – [?] Einar Þór Kristjánsson – [?] Kristinn Gunnar Blöndal – [?] Helgi Örn Pétursson – [?] Viddi [?]…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847-1927)

Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og píanóleikari er fyrst og allra fremst þekktur sem höfundur þjóðsöngs okkar Íslendinga, Lofsöngs (Ó, guð vors lands) en hann galt nokkuð fyrir að búa og starfa erlendis megnið af ævi sinni og því kynntust landsmenn ekki því sem hann hafði fram að færa sem tónskáld fyrr en síðar en hann var…

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – Efni á plötum

Sveinbjörn Sveinbjörnsson – [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone ZS 67002 Ár: 1925 1. Idyl 2. Vikivaki 3. Íslenzk rhapsodia Flytjendur: Sveinbjörn Sveinbjörnsson – píanó Karlakór Reykjavíkur – syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Sigfús Einarsson Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 074 Ár: 1974 1. Ó, Guð vors lands 2. Ingólfs minni 3. Á Sprengisandi…

Svölurnar (1988)

Fáar heimildir er að finna um hip hop dúett (sem líklega hefur verið með allra fyrstu hip hop sveitum landsins) sem bar nafnið Svölurnar en dúettinn kom fram á einum tónleikum (ásamt fleirum) á Zansibar (Casablanca) sumarið 1988 en hlaut afar neikvæða gagnrýni blaðamanns Morgunblaðsins, sem hefur e.t.v. átt þátt sinn í að hann varð…

Svölur (1941-49)

Telpnakórinn Svölur starfaði um nokkurra ára skeið á fimmta áratug síðustu aldar og setti þá heilmikinn svip á sönglíf Reykvíkinga en kórinn kom fram við ýmis hátíðleg tækifæri, t.a.m. á sumardaginn fyrsta sem þá var í hávegum hafður. Það var Jóhann Tryggvason söngkennari við Austurbæjarskóla sem setti Svölurnar á laggirnar haustið 1941 úr úrvali efnilegra…