Hljómsveit sem bar nafnið Syndir feðranna var starfrækt á Norðfirði árið 1970 og 71 og var líklega unglingahljómsveit, alltént lék sveitin á unglingadansleikjum í Egilsbúð.
Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi sem og um hljóðfæraskipan sveitarinnar.