Svanhildur Jakobsdóttir (1940-)

Söngkonuna Svanhildi Jakobsdóttur ættu allflestir að þekkja en hún söng fjölmörg vinsæl lög á söngferli sínum, fyrst sem söngkona Sextetts Ólafs Gauks og síðar gaf hún út vinsælar barna- og jólaplötur, síðustu áratugina hefur hún hins vegar starfað við þáttagerð í útvarpi og nýtur þar einnig vinsælda. Svanhildur Jakobsdóttir fæddist haustið 1940 í Reykjavík og…

Svanhildur Jakobsdóttir – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur, Björn R. Einarsson [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 516 Ár: 1967 1. Segðu ekki nei 2. Bara þig 3. Ef þú vilt verða mín 4. Því ertu svona uppstökk? Flytjendur: Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar og raddir Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Björn R. Einarsson – söngur, básúna og raddir Helgi E. Kristjánsson – bassi og raddir…

Sveinn Þorkelsson (1894-1951)

Sveinn Þorkelsson var kunnur kaupmaður sem hafði söng að áhugamáli og söng í karlakórum auk þess að senda frá sér eina tveggja laga 78 snúninga plötu. Guðbrandur Sveinn Þorkelsson tenórsöngvari fæddist 1894 í Reykjavík. Hann fór til Kaupmannahafnar í verslunarskóla um tvítugt og lærði þá söng þar á sama tíma. Þegar heim var komið hóf…

Sveinstein – Efni á plötum

Sveinstein – Baðstofusaungvar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Bergsveinn Birgisson – söngur og slagverk Steingrímur Birgisson – gítar

Sveinstein (?)

Upplýsingar um dúettinn Sveinstein eru afar takmarkaðar en líkast til var um að ræða stúdíóflipp bræðranna Steingríms og Bergsveins Birgissona, og því hafi sveitin í raun aldrei verið starfandi og þess þá síður spilað opinberlega. Þeir bræður sendu frá sér plötu sem bar nafnið Baðstofusaungvar og eru upplýsingar um hann enn takmarkaðri, Bergsveinn (þekktur rithöfundur)…

Sveinn Þorkelsson – Efni á plötum

Sveinn Þorkelsson – Hjartað og harpan / Tvær vorvísur [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1060 Ár: 1933 1. Hjartað og harpan 2. Tvær vorvísur Flytjendur: Sveinn Þorkelsson – söngur tríó: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Sviss (1982-83)

Hljómsveitin Sviss starfaði um eins árs skeið á höfuðborgarsvæðinu – 1982 og 83 og lék eitthvað framan af á skemmtistöðum eins og Klúbbnum en virðist minna hafa komið fram eftir það. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, trommuleikarinn Ólafur Kolbeins og Axel Einarsson gítarleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar er að…

Sving tríó (1948-49)

Í upphafi árs 1949 var starfrækt í Vestmannaeyjum lítil hljómsveit sem gekk undir nafninu Sving tríó og lék á skemmtun á vegum Leikfélags Vestmannaeyja í samkomuhúsinu í bænum. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, jafnvel annað sem ætti heima í umfjölluninni um hana.

Svilar (1999)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu Svilarnir en þessi sveit lék á bæjarhátíð á Stöðvarfirði árið 1999, hugsanlega var um að ræða hljómsveit sem lék aðeins í þetta eina skipti opinberlega. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um meðlimi Svila, hljóðfæraskipan og annað sem þykir við hæfi í umfjölluninni.

Sviknir landpóstar (1999)

Hljómsveitin Sviknir landpóstar frá Norðfirði lék víða um austanvert landið undir lok síðustu aldar, sveitin hætti líklega störfum árið 1999 en átti sér væntanlega nokkra forsögu sem óskað er upplýsinga um. Meðlimir Svikinna landpósta voru þeir Magnús Þór Ásgeirsson gítarleikari, Sigurður Ólafsson bassaleikari, Arnar Guðmundsson Heiðmann gítarleikari og Aðalbjörn Sigurðsson trommuleikari.

Stefán Bjarman (1894-1974)

Stefán Bjarman var fjölhæfur maður, kennari, tungumálamaður, tónlistarmaður og heimsmaður en líklega þekktastur sem þýðandi. Spor hans er víða að finna og þegar kemur að tónlistinni voru það Dalvíkingar og nærsveitungar sem helst fengu að njóta krafta hans. Stefán Árnason Bjarman var fæddur snemma árs 1894 að Nautabúi í Skagafirði en var alinn upp á…

Sigurður Ólafsson [2] (1916-2005)

Sigurður Ólafsson var bóndi í Syðra-Holti í Svarfaðardal og var um tíma öflugur kórstjórnandi og organisti í sveitinni. Sigurður var fæddur að Krosshóli í Skíðadal sumarið 1916 og flutti með fjölskyldu sinni fimmtán ára að Syðra-Holti í Svarfaðardal þar sem hann var lengst af bóndi. Það hafði verið til orgel á æskuheimilinu og á unglingsárum…

SVR kvartettinn (1967)

Haustið 1967 var starfræktur söngkvartett sem bar nafnið SVR kvartettinn (S.V.R. kvartettinn) og var að öllum líkindum starfandi innan Söngfélags SVR (Strætókórsins). Kvartettinn kom fram á skemmtun þá um haustið en ekki liggja fyrir upplýsingar hvort hann söng víðar á opinberum skemmtunum. Ári síðar var tvöfaldur kvartett starfandi innan Strætisvagna Reykjavíkur og var Aðalsteinn Höskuldsson…

Afmælisbörn 8. mars 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnabanka Glatkistunnar í dag: Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans…