Upplýsingar um dúettinn Sveinstein eru afar takmarkaðar en líkast til var um að ræða stúdíóflipp bræðranna Steingríms og Bergsveins Birgissona, og því hafi sveitin í raun aldrei verið starfandi og þess þá síður spilað opinberlega. Þeir bræður sendu frá sér plötu sem bar nafnið Baðstofusaungvar og eru upplýsingar um hann enn takmarkaðri, Bergsveinn (þekktur rithöfundur) lék þar á slagverk auk þess að syngja en Steingrímur lék á gítar en hann hefur leikið með hljómsveitum eins og S.h. draumi og Dordinglum.