Sveinbjörn Beinteinsson (1924-93)

Sveinbjörn Beinteinsson verður líklega seint beinlínis talinn til tónlistarmanna en hann hélt rímnakveðskap á lofti alla sína ævi, kvað rímur og gaf út kennsluefni um þær auk þess sem nokkrar plötur og kassettur komu út með rímnakveðskap hans. Margir muna eftir framlagi hans í upphafsatriði kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en hann kom oftsinnis fram ásamt…

Sveinbjörn Beinteinsson – Efni á plötum

Sveinbjörn Beinteinsson – Bragfræði og háttatal [snælda] Útgefandi: Letur Sf. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1981 1. Bragfræði og háttatal 2. Bragfræði og háttatal Flytjendur: Sveinbjörn Beinteinsson – allur flutningur       Sveinbjörn Beinteinsson – Sveinbjörn Beinteinsson kveður úr Eddukvæðum Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 4  Ár: 1982 1. Úr Völuspá 2. Úr Hávamálum 3. Úr…

Swallows (1989)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Swallows og var að öllum líkindum íslensk en hún kom fram á einum tónleikum í Tunglinu ásamt fleiri hljómsveitum, bæði íslenskum og erlendum, í upphafi árs 1989. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan auk annars sem þykir við hæfi í slíkri…

Sveinbjörn I. Baldvinsson – Efni á plötum

Sveinbjörn I Baldvinsson & Ljóðfélagið – Stjörnur í skónum Útgefandi: Almenna bókafélagið / Mál og menning / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: AB P7801 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] / IT 376  Ár: 1978 / 1999 / 2010 1. Upphaf 2. Hann var einn heima 3. Lagið um fuglinn 4. Hann fékk stundum fullt af dóti 5. Lagið…

Sveinbjörn I. Baldvinsson (1957-)

Sveinbjörn I. Baldvinsson er öllu þekktari sem rithöfundur en tónlistarmaður en hann hefur þó komið að tónlist sem laga- og textahöfundur auk þess að starfa með hljómsveitum. Sveinbjörn Ingvi Baldvinsson fæddist í Reykjavík 1957 og fór hefðbundna skólagöngu, ekki liggur fyrir hvort hann lærði í tónlistarskóla en hann nam þó eitthvað af Gunnari H. Jónssyni…

Swingtríó Ívars Þórarinssonar (1939-42)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Ívars Þórarinssonar (einnig kallað Sving tríóið) starfaði á árunum fyrir og í kringum heimsstyrjöldina síðar, líklega frá 1939 til 42. Swingtríóið lék einkum í kabarett- og revíusýningum á höfuðborgarsvæðinu og innihélt þá Ívar Þ. Þórarinsson hljómsveitarstjóra og fiðluleikara, Einar B. Waage kontrabassaleikara og Guðmund Karlsson gítarleikara, allir sungu þeir…

Swingbræður [3] (2012)

Swingbræður var að öllum líkindum sönghópur sem var starfræktur á Sauðárkróki (eða nágrenni) árið 2013. Swingbræður komu þá fram á tónleikum ásamt undirleikaranum Stefáni R. Gíslasyni en upplýsingar vantar um meðlimi hópsins og er því hér með auglýst eftir þeim, sem og um nánari tildrög hans.

Swingbræður [2] (2007)

Óskað er eftir upplýsingum um djasssveit sem kom fram vorið 2007 á hátíðarhöldum á Eyrarbakka undir nafninu Swingbræður en þar var haldið upp að öld var liðin frá konungsheimsókn Friðriks 8. Svo virðist sem Swingbræður hafi aðeins komið fram í þetta eina skipti og er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar sem og hljóðfæraskipan hennar.

Swingbræður [1] (1979-80)

Hljómsveitin Swingbræður er flestum gleymd og grafin en hennar hefur verið minnst sem fyrstu hljómsveitar Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Swingbræður var unglingahljómsveit, líklega stofnuð árið 1979 en hún kom fyrst fram í upphafi árs 1980 og vakti þá strax athygli enda hafði hún að geyma kornunga djasstónlistarmenn, 16-18 ára gamla en þá hafði verið eins konar…

Sweet peace (um 1973)

Hljómsveitin Sweet peace starfaði í  Hagaskóla líklega í kringum 1973 eða 74. Um þessa sveit eru fáar heimildir, vitað er að Eggert Pálsson sem síðar varð slagverksleikari var í sveitinni og lék þar líkast til á trommur eða hljómborð en um aðra meðlimi hennar er ekki vitað og er því óskað eftir upplýsingum um þá…

Swingtríó Stefáns Þorleifssonar (1947)

Stefán Þorleifsson harmonikku- og saxófónleikari starfrækti sumarið 1947 litla hljómsveit sem hann kallaði Swingtríó Stefáns Þorleifssonar. Þessi hljómsveit lék meðal annars á dansleik austur á Stokkseyri en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvorki um hverjir spilafélagar hans voru eða á hvaða hljóðfæri þeir léku né hversu lengi hún starfaði. Stefán átti síðar eftir…

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar (1949)

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar var skammlíf sveit sem harmonikkuleikarinn Róbert Þórðarson starfrækti haustið 1949 en þá lék hún á samkomu skáta á höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan kvartett, Róbert var um þetta leyti nýkominn til Íslands eftir nokkurra mánaða námsdvöl í Bandaríkjunum og ekki er ólíklegt að hann hafi tekið með sér jazzstrauma…

Afmælisbörn 22. mars 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…