Swingkvartett Róberts Þórðarsonar (1949)

Swingkvartett Róberts Þórðarsonar var skammlíf sveit sem harmonikkuleikarinn Róbert Þórðarson starfrækti haustið 1949 en þá lék hún á samkomu skáta á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan kvartett, Róbert var um þetta leyti nýkominn til Íslands eftir nokkurra mánaða námsdvöl í Bandaríkjunum og ekki er ólíklegt að hann hafi tekið með sér jazzstrauma og stefnur þaðan, það hlýtur þó að teljast ólíklegt að hann hafi leikið á harmonikku í sveitinni en frekar að píanóið hafi verið hans hljóðfæri þar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um aðra meðlimi kvartettsins og hljóðfæraskipan hans.