Afmælisbörn 30. apríl 2023

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og níu ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2023

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á sjötíu og eins árs afmæli í dag en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet,…

Afmælisbörn 27. apríl 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Það er annars vegar hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má…

Sykurmolarnir (1986-92)

Hljómsveitin Sykurmolarnir á sér merkilega sögu og marka að mörgu leyti tímamót í íslenskri tónlist, sveitin varð t.a.m. fyrst íslenskra hljómsveita til að öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, hún markar upphaf ferils Bjarkar Guðmundsdóttur sem stórstjörnu í tónlist, hún varð fyrst íslenskra hljómsveita til að selja yfir milljón eintök af plötu, var og er e.t.v.…

Sykurmolarnir – Efni á plötum

Sykurmolarnir – Einn mol‘á mann [ep] Útgefandi: Smekkleysa / One little indian Útgáfunúmer: SM 3/86 Ár: 1986 1. Ammæli 2. Köttur Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]     Skytturnar – úr kvikmynd Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 31 Ár: 1987 1. MX 21 – Skyttan 2. Sykurmolarnir – Drekinn 3. Sykurmolarnir – Inn í borgina 4.…

Samkór Dalvíkur (1977-86)

Samkór Dalvíkur var hluti af öflugu söngstarfi sem var í gangi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en sönglíf á Dalvík og Svarfaðardalnum stóð þá í miklum blóma. Karlakór Dalvíkur hafði verið starfræktur um nokkurra áratuga skeið en var í tímabundinni pásu haustið 1977 en Kári Gestsson, þá nýorðinn skólastjóri tónlistarskólans á Dalvík og…

Samkór Árskógsstrandar (1977-95)

Samkór Árskógsstrandar lét ekki mikið yfir sér meðan hann starfaði og líklega starfaði hann ekki samfellt á því næstum tveggja áratuga tímabili sem starfstími hans náði yfir á árunum 1977 til 1995. Guðmundur Þorsteinsson var stjórnandi Samkórs Árskógsstrandar alla tíð en kórinn innihélt um þrjátíu manns um tíma, hann hélt tónleika í nokkur skipti og…

Söngerlurnar (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um lítinn kvennakór sem líklega hafði að geyma tíu konur komnar á efri ár, sem starfaði á árunum í kringum 1980 undir nafninu Söngerlurnar eða Söngerlur og söng þá undir stjórn Maríu Markan óperusöngkonu sem einnig var þá komin á efri ár. Kórinn hafði á að skipa tíu konum úr Laugarnessókn…

Söngfélag Árborgar (1922-30)

Söngfélag vestur-Íslendinga í Árborg í Manitoba í Kanada var afar öflugt á þriðja áratug síðustu aldar en þá bjó þar og starfaði söngfræðingurinn Brynjólfur Þorláksson sem þá hafði þegar skapað sér nafn hér heima áður en hann fluttist vestur um haf. Félagið bar nafnið Söngfélag Árborgar og innihélt í raun tvo kóra – annars vegar…

Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem gekk að öllum líkindum undir nafninu Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki en hann var starfræktur undir lok tuttugustu aldarinnar, að minnsta kosti árið 1998. Hér er leitað eftir upplýsingum um starfsemi söngfélagsins, kórstjórnanda, hversu lengi það starfaði o.s.frv.

Söngfélag Akurnesinga (um 1890)

Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum…

Söngfélag Biskupstungna (1972)

Söngfélag Biskupstungna var skammlífur blandaður kór sem stofnaður var í upphafi árs 1972 innan Ungmennafélags Biskupstungna gagngert til að syngja á tónleikum um vorið, að minnsta kosti varð ekki framhald á söngnum eftir þá tónleika. Það var Loftur Loftsson sem stjórnaði Söngfélagi Biskupstungna en tvennir tónleikar voru haldnir í félagsheimilinu Aratungu í maí 1972, kórinn…

Söngfélag Árskógsstrandar (1910-11)

Söngfélag mun hafa verið starfrækt veturinn 1910-11 á Árskógsströnd en þann vetur sinnti Snorri Sigfússon barnaskólakennslu og mun hafa verið maðurinn á bak við það. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þetta söngfélag, sem mun hafa gengið undir nafninu Söngfélag Árskógsstrandar en líklegast hlýtur að teljast að það hafi verið skipað börnum og unglingum.

Söngfélag Bolvíkinga (1911)

Árið 1911 var starfrækt söngfélag í Bolungarvík sem óskað er eftir upplýsingum um, nafn þess liggur ekki einu sinni fyrir en það gæti hafa gengið undir nafninu Söngfélag/Söngfjelag Bolvíkinga eða Söngfélag/Söngfjelag Bolungarvíkur. Hér vantar því nánast allar upplýsingar, um nafn, stjórnanda/stjórnendur, starfstíma, stærð o.s.frv.

Afmælisbörn 26. apríl 2023

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Andlát – Hjörtur Howser (1961-2023)

Hafnfirski tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser er látinn en hann varð bráðkvaddur í gær mánudag, hann hefði orðið sextíu og tveggja ára gamall í sumar. Hjörtur (fæddur 1961) var fjölhæfur tónlistarmaður, lék á hvers kyns hljómborð, píanó og harmonikkur en var aukinheldur liðtækur upptökumaður og samdi jafnframt tónlist. Hann starfaði alla tíð mestmegnis með hljómsveitum og líklega…

Afmælisbörn 25. apríl 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2023

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Afmælisbörn 23. apríl 2023

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2023

Fimm afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Afmælisbörn 21. apríl 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, en hann er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2023

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níutíu og þriggja ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar…

Sælgætisgerðin – Efni á plötum

Sælgætisgerðin – Acid jazz & funk Útgefandi: KISI HF Útgáfunúmer: SM62CD Ár: 1995 1. 2001 (Also sprach Zarathustra) 2. Give it up 3. Maceo (mag poo) 4. Cantaloop (Cantaloop island) 5. Cold sweat 6. Love the life you live 7. Super bad 8. Psychedelic Sally 9. Kobbi Skæler 10. Hang up ypur hangups 11. Get on…

Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959)

Prófasturinn og menntaforkólfurinn Sigtryggur Guðlaugsson kemur víða við sögu en hann var mætti segja frumkvöðull í ýmsum þáttum samfélagsins hérlendis, hann stofnaði t.a.m. héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og var framarlega í mennta-, bindindis- og félagsmálum, hann sýndi fram á að skóg- og skrúðgarðarækt væri möguleg í vestfirsku landslagi og síðast en ekki síst vann…

Sigríður Thorsteinsson (1887-1944)

Sigríður Thorsteinsson var kunn sópran söngkona og kórstjórnandi með Íslendinga í samfélagi þeirra í Kanada en hún naut þar mikillar virðingar. Sigríður (fædd Sigríður Karólína Haraldsdóttir en tók upp nafnið Sigríður Olson eftir að faðir hennar tók Olson nafnið upp) fæddist í Winnipeg í Manitoba í mars 1887. Hún lærði bæði söng og píanóleik og…

Sigríður Friðriksson (1893-1918)

Sigríður Friðriksson (fædd Sigríður Jónsdóttir) píanóleikari og -kennari var af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga en hún fæddist í Winnipeg í Manitoba fylki Kanada haustið 1893, hún tók upp fjölskyldunafnið Friðriksson að amerískum sið en faðir hennar hét Jón Vídalín Friðriksson. Sigríður hóf að læra á píanó tíu ára gömul og aðeins fimm árum síðar var hún…

Sölvi Helgason (1973-74)

Hljómsveit sem bar nafnið Sölvi Helgason lék á nokkrum dansleikjum í Tónabæ á fyrri hluta árs 1973 en ekki liggja fyrir upplýsingar um að sveitin hafi leikið á öðrum stöðum. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Sölva Helgason, fyrir liggur að Gunnar Ágústsson var trommuleikari sveitarinnar en ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan…

Sævar Sverrisson (1957-)

Söngvarinn Sævar Sverrisson hefur vægast sagt komið víða við á söngferli sínum, sungið með hljómsveitum af ólíku tagi og sungið inn á plötur annarra listamanna en hefur af því er virðist aðeins sent frá sér eitt lag í eigin nafni. Sævar er fæddur vorið 1957 og var innan við tvítugt þegar hann hóf að syngja…

Sælgætisgerðin (1994-97)

Sextettinn Sælgætisgerðin var sýrudjass- og funksveit sem spratt upp úr tónlistarskóla FÍH haustið 1994 en sveitin innihélt sex meðlimi sem þá voru í námi við skólann og áttu eftir að gera góða hluti í íslensku tónlistarlífi. Sælgætisgerðin átti sér heimavöll á Glaumbar við Tryggvagötu í hartnær eitt ár þar sem sveitin spilaði sig saman öll…

Sjómannakórinn á Ísafirði (1938-46)

Karlakór var starfræktur á Ísafirði fyrir miðja síðustu öld undir nafninu Sjómannakórinn á Ísafirði en eins og nafnið gefur til kynna var hann eingöngu skipaður sjómönnum og var sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kórinn kom að öllum líkindum fyrst fram á fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var hátíðlegur, í júní 1938 en síðan þá…

SauMA: Söngfélag Menntaskólans á Akureyri [félagsskapur] (1980-)

Innan Menntaskólans á Akureyri hefur verið starfandi söngfélag nemenda sem ber nafnið SauMA. SauMA (sem stendur fyrir Saungfélag MA / Söngfélag MA) var stofnað haustið 1980 í því skyni að efla söngstarf innan Menntaskólans á Akureyri á nýjan leik en þá hafði ekki verið starfandi kór við skólann um nokkurra ára skeið, hvatamaður að stofnun…

The Saga Singers [1] (1968-2010)

The Saga Singers (The Saga Singers of Edmondon) var blandaður kór starfræktur meðal Vestur-Íslendinga í Edmondon í Kanada um árabil, sem lagði lengi vel áherslu á að syngja allt sitt efni á íslensku. The Saga Singers var upphaflega nafnlaus karlakór sem var stofnaður á fyrri hluta sjöunda áratugarins innan Norðurljós – Chapter INL, Edmondon Society…

Sjómannakórinn í Grundarfirði (1997)

Heimildir eru um að kór sjómanna hafi verið starfandi í Grundarfirði sumarið 1997 og er hér nefndur Sjómannakórinn í Grundarfirði. Kórinn söng í tilefni sjómannadagshátíðarhalda á staðnum en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 19. apríl 2023

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar þrjú: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og fjögurra ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Afmælisbörn 17. apríl 2023

Glatkistan hefur að geyma upplýsingar um eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir…

Afmælisbörn 16. apríl 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2023

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og sjö ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Afmælisbörn 14. apríl 2023

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Afmælisbörn 13. apríl 2023

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og níu ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…

Sæbjörn Jónsson (1938-2006)

Nafn Sæbjörns Jónssonar er vel þekkt í blásarahluta íslenskrar tónlistarsögu enda kom hann þar að ýmsum stórum verkefnum, hann var stjórnandi og trompetleikari Svansins um árabil, lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kenndi við Tónmenntaskólann í Reykjavík og stjórnaði ýmsum lúðrasveitum tengt því og stofnaði svo og stjórnaði Stórsveit Reykjavíkur og varð um leið eins konar guðfaðir…

Sverrir Stormsker (1963-)

Það eina sem hægt er að segja með nokkurri vissu um tónlistarmanninn Sverri Stormsker er að hann er umdeildur, hann er algjörlega óútreiknanlegur og þrátt fyrir að flestir séu sammála um hæfileika hans til að semja grípandi melódíur og vel orta texta sem lúta yfirleitt bragreglum til hins ítrasta að þá hefur hann í gegnum…

Sverrir Stormsker – Efni á plötum

Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál Útgefandi: HITT Útgáfunúmer: SLP 16 Ár: 1985 1. Samför 2. Ástaróður 3. Fyrirgefðu mér 4. Ég er… í þér 5. Falllegur 6. Ég um þig frá okkur til beggja 7. Ég á mér draum 8. Sjálfs er höndin hollust 9. Kjarnorkukomminn 10. Samfestingar 11. Dánarfregnir og jarðarfarir 12.…

Stuðbúðin [annað] (1982-84)

Plötuverslunin Stuðbúðin var starfrækt að Laugavegi 20 um skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar en á þeim tíma var fjöldi plötuverslana á höfuðborgarsvæðinu. Stuðbúðin (sem stundum var einfaldlega kölluð Stuð) var frábrugðin flestum öðrum slíkum búðum að því leyti að þar var pönki og nýbylgju gert hátt undir höfði sem og annarri „jaðartónlist“…

Stuðblaðið [fjölmiðill] (1982-83)

Stuðblaðið (Stuð-blaðið) var heiti á tímariti sem plötubúðin Stuðbúðin dreifði ókeypis meðal viðskiptavina sinna en sú verslun var rekin af hlutafélaginu Stuð hf. í eigu Jens Kr. Guðmundssonar og Sævars Sverrissonar á árunum 1982-84 en blaðið kom út 1982 og 83. Stuðblaðið kom út í fáein skipti og hafði aðallega að geyma efni um tónlist…

Sækýr (1980)

Söngkvintettinn Sækýr úr Vogunum var meðal þátttökuatriði í hæfileikakeppni sem Dagblaðið og Birgir Gunnlaugsson stóðu að sumarið 1980. Um var að ræða fimm konur en nöfn þeirra liggja ekki fyrri, tvær þeirra léku undir söngnum á gítara en þær stöllur urðu í öðru sæti á undankvöldi sem haldið var og tryggðu sér þar með sæti…

Sækópah (um 1995)

Hip hop dúettinn Sækópah var afsprengi þeirra bræðra Erps (Blaz Roca) og Eyjólfs (Sesar A) Eyvindarsona en þeir ku hafa starfrækt dúettinn á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, hugsanlega á árunum 1995-98. Sækópah var endurvakinn árið 2002 til að vera með á hip hop safnplötunni Rímnamín og komu þeir bræður eitthvað fram opinberlega í…

Sægreifarnir (1997-98)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirsku hljómsveitina Sægreifana en hún var starfrækt undir lok síðustu aldar og lék á dansleikjum á Ísafirði og reyndar víðar um Vestfirðina. Sægreifarnir voru hvað virkastir í kringum páskana og um sumarið 1997 og starfaði sveitin eitthvað fram á árið 1998, og hugsanlega lengur í hvora áttina sem er. Fyrir…

Sýslumennirnir (1999-2006)

Um nokkurra ára skeið í kringum og upp úr síðustu aldamótum var starfrækt dixielandhljómsveit í Árnessýslu undir nafninu Sýslumennirnir en sveitin starfaði með hléum á árunum 1999 til 2006 (að minnsta kosti). Það mun hafa verið Skúli Thoroddsen sem hafði frumkvæði að því að stofna hljómsveitina en hann var sópran saxófónleikari hennar, aðrir Sýslumenn voru…