
Samkór Árskógsstrandar
Samkór Árskógsstrandar lét ekki mikið yfir sér meðan hann starfaði og líklega starfaði hann ekki samfellt á því næstum tveggja áratuga tímabili sem starfstími hans náði yfir á árunum 1977 til 1995.
Guðmundur Þorsteinsson var stjórnandi Samkórs Árskógsstrandar alla tíð en kórinn innihélt um þrjátíu manns um tíma, hann hélt tónleika í nokkur skipti og svo virðist sem fastur liður hjá honum hafi verið árlegir tónleikar í félagsheimilinu Árskógi á Árskógsströnd þar sem dansleikur fylgdi í kjölfarið.