Söngerlurnar (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um lítinn kvennakór sem líklega hafði að geyma tíu konur komnar á efri ár, sem starfaði á árunum í kringum 1980 undir nafninu Söngerlurnar eða Söngerlur og söng þá undir stjórn Maríu Markan óperusöngkonu sem einnig var þá komin á efri ár.

Kórinn hafði á að skipa tíu konum úr Laugarnessókn og var leikkonan Þórunn Elísabet Sveinsdóttir meðal meðlima hans en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þennan kór og er því hér með óskað eftir þeim.