Sæbjörn Jónsson (1938-2006)

Nafn Sæbjörns Jónssonar er vel þekkt í blásarahluta íslenskrar tónlistarsögu enda kom hann þar að ýmsum stórum verkefnum, hann var stjórnandi og trompetleikari Svansins um árabil, lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kenndi við Tónmenntaskólann í Reykjavík og stjórnaði ýmsum lúðrasveitum tengt því og stofnaði svo og stjórnaði Stórsveit Reykjavíkur og varð um leið eins konar guðfaðir…

Sverrir Stormsker (1963-)

Það eina sem hægt er að segja með nokkurri vissu um tónlistarmanninn Sverri Stormsker er að hann er umdeildur, hann er algjörlega óútreiknanlegur og þrátt fyrir að flestir séu sammála um hæfileika hans til að semja grípandi melódíur og vel orta texta sem lúta yfirleitt bragreglum til hins ítrasta að þá hefur hann í gegnum…

Sverrir Stormsker – Efni á plötum

Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál Útgefandi: HITT Útgáfunúmer: SLP 16 Ár: 1985 1. Samför 2. Ástaróður 3. Fyrirgefðu mér 4. Ég er… í þér 5. Falllegur 6. Ég um þig frá okkur til beggja 7. Ég á mér draum 8. Sjálfs er höndin hollust 9. Kjarnorkukomminn 10. Samfestingar 11. Dánarfregnir og jarðarfarir 12.…

Stuðbúðin [annað] (1982-84)

Plötuverslunin Stuðbúðin var starfrækt að Laugavegi 20 um skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar en á þeim tíma var fjöldi plötuverslana á höfuðborgarsvæðinu. Stuðbúðin (sem stundum var einfaldlega kölluð Stuð) var frábrugðin flestum öðrum slíkum búðum að því leyti að þar var pönki og nýbylgju gert hátt undir höfði sem og annarri „jaðartónlist“…

Stuðblaðið [fjölmiðill] (1982-83)

Stuðblaðið (Stuð-blaðið) var heiti á tímariti sem plötubúðin Stuðbúðin dreifði ókeypis meðal viðskiptavina sinna en sú verslun var rekin af hlutafélaginu Stuð hf. í eigu Jens Kr. Guðmundssonar og Sævars Sverrissonar á árunum 1982-84 en blaðið kom út 1982 og 83. Stuðblaðið kom út í fáein skipti og hafði aðallega að geyma efni um tónlist…

Sækýr (1980)

Söngkvintettinn Sækýr úr Vogunum var meðal þátttökuatriði í hæfileikakeppni sem Dagblaðið og Birgir Gunnlaugsson stóðu að sumarið 1980. Um var að ræða fimm konur en nöfn þeirra liggja ekki fyrri, tvær þeirra léku undir söngnum á gítara en þær stöllur urðu í öðru sæti á undankvöldi sem haldið var og tryggðu sér þar með sæti…

Sækópah (um 1995)

Hip hop dúettinn Sækópah var afsprengi þeirra bræðra Erps (Blaz Roca) og Eyjólfs (Sesar A) Eyvindarsona en þeir ku hafa starfrækt dúettinn á síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, hugsanlega á árunum 1995-98. Sækópah var endurvakinn árið 2002 til að vera með á hip hop safnplötunni Rímnamín og komu þeir bræður eitthvað fram opinberlega í…

Sægreifarnir (1997-98)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirsku hljómsveitina Sægreifana en hún var starfrækt undir lok síðustu aldar og lék á dansleikjum á Ísafirði og reyndar víðar um Vestfirðina. Sægreifarnir voru hvað virkastir í kringum páskana og um sumarið 1997 og starfaði sveitin eitthvað fram á árið 1998, og hugsanlega lengur í hvora áttina sem er. Fyrir…

Sýslumennirnir (1999-2006)

Um nokkurra ára skeið í kringum og upp úr síðustu aldamótum var starfrækt dixielandhljómsveit í Árnessýslu undir nafninu Sýslumennirnir en sveitin starfaði með hléum á árunum 1999 til 2006 (að minnsta kosti). Það mun hafa verið Skúli Thoroddsen sem hafði frumkvæði að því að stofna hljómsveitina en hann var sópran saxófónleikari hennar, aðrir Sýslumenn voru…

Sýslumenn (1994)

Harmonikkuleikararnir Grettir Björnsson og Örvar Kristjánsson starfræktu um nokkurra mánaða skeið að minnsta kosti tríó ásamt trommuleikaranum Barða Ólafssyni undir nafninu Sýslumenn árið 1994. Sýslumenn léku á nokkrum harmonikkudansleikjum víða um land um sumarið 1994 og eitthvað fram eftir haustið, og kom sveitin einnig fram í þætti Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn meðan…

Sælusveitin (1996-2014)

Sælusveitin var pöbbadúett þeirra Hermanns Arasonar og Níelsar Ragnarssonar en þeir félagar störfuðu um árabil sunnan heiða og norðan, og skemmtu skemmtanaþyrstum ölstofugestum frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og fram á nýja öld. Hermann lék á gítar en Níels á hljómborðsskemmtara og sáu þeir báðir um sönginn. Sælusveitin gerði líklega út frá…

Afmælisbörn 12. apríl 2023

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…