Sýslumenn (1994)

Sýslumenn

Harmonikkuleikararnir Grettir Björnsson og Örvar Kristjánsson starfræktu um nokkurra mánaða skeið að minnsta kosti tríó ásamt trommuleikaranum Barða Ólafssyni undir nafninu Sýslumenn árið 1994.

Sýslumenn léku á nokkrum harmonikkudansleikjum víða um land um sumarið 1994 og eitthvað fram eftir haustið, og kom sveitin einnig fram í þætti Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn meðan hún starfaði.