Sægreifarnir (1997-98)

Óskað er eftir upplýsingum um ísfirsku hljómsveitina Sægreifana en hún var starfrækt undir lok síðustu aldar og lék á dansleikjum á Ísafirði og reyndar víðar um Vestfirðina.

Sægreifarnir voru hvað virkastir í kringum páskana og um sumarið 1997 og starfaði sveitin eitthvað fram á árið 1998, og hugsanlega lengur í hvora áttina sem er. Fyrir liggur að Samúel Einarsson var einn meðlima sveitarinnar og lék á annað hvort bassa eða hljómborð en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.