Stuðblaðið [fjölmiðill] (1982-83)

Forsíða Stuðblaðsins

Stuðblaðið (Stuð-blaðið) var heiti á tímariti sem plötubúðin Stuðbúðin dreifði ókeypis meðal viðskiptavina sinna en sú verslun var rekin af hlutafélaginu Stuð hf. í eigu Jens Kr. Guðmundssonar og Sævars Sverrissonar á árunum 1982-84 en blaðið kom út 1982 og 83.

Stuðblaðið kom út í fáein skipti og hafði aðallega að geyma efni um tónlist s.s. greinar og viðtöl en birtist einnig óháður vinsældalisti og annað tónlistartengt efni. líklega var tímaritið ljósritað.