Afmælisbörn 12. apríl 2023

Gunnlaugur Melsteð

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni.

Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær stórar plötur, en hann söng þar sígild lög eins og Fiskurinn hennar Stínu og Þrjú tonn af sandi, sem allir þekkja enn í dag.

Vissir þú að efni sem dygði á aðra plötu var hljóðritað samhliða upptökum á Gling gló Bjarkar Guðmundsdóttur og Tríós Guðmundar Ingólfssonar