Söngfélag Árskógsstrandar (1910-11)

Söngfélag mun hafa verið starfrækt veturinn 1910-11 á Árskógsströnd en þann vetur sinnti Snorri Sigfússon barnaskólakennslu og mun hafa verið maðurinn á bak við það.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þetta söngfélag, sem mun hafa gengið undir nafninu Söngfélag Árskógsstrandar en líklegast hlýtur að teljast að það hafi verið skipað börnum og unglingum.