Söngfélag Biskupstungna (1972)

Söngfélag Biskupstungna var skammlífur blandaður kór sem stofnaður var í upphafi árs 1972 innan Ungmennafélags Biskupstungna gagngert til að syngja á tónleikum um vorið, að minnsta kosti varð ekki framhald á söngnum eftir þá tónleika.

Það var Loftur Loftsson sem stjórnaði Söngfélagi Biskupstungna en tvennir tónleikar voru haldnir í félagsheimilinu Aratungu í maí 1972, kórinn var þar skipaður fjörutíu manns úr sveitinni en Svala Nielsen sópransöngkona kom fram með honum á tónleikunum.