Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum undir stjórn Magnúsar Ólafssonar, sem mun hafa verið hvatamaður að stofnun söngfélagsins. Ekki liggur fyrir hversu lengi söngfélagið starfaði (reyndar finnast ekki heldur heimildir um nafn þess) en Magnús flutti frá Akranesi árið 1901.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta félag.