Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki (1998)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem gekk að öllum líkindum undir nafninu Söngfélag aldraðra á Sauðárkróki en hann var starfræktur undir lok tuttugustu aldarinnar, að minnsta kosti árið 1998.

Hér er leitað eftir upplýsingum um starfsemi söngfélagsins, kórstjórnanda, hversu lengi það starfaði o.s.frv.