Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór sem starfaði í Mýrdalnum í kringum 1895 eða undir lok 19. aldarinnar. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um það s.s. hvenær það starfaði nákvæmlega, hversu stórt það var, hver stjórnaði söngnum eða hvert nafn félagsins var og er því leitað eftir upplýsingum þess efnis.