Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík (1972-)

Kór sá sem iðulega er kallaður Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík eða Skaftfellingakórinn hefur starfað í áratugi og er að mestu skipaður brottfluttum Skaftfellingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu. Kórinn hefur gefið út nokkrar plötur og hefur margsinnis farið í söngferðir á átthagaslóðir og víðar. Söngfélag Skaftfellinga var stofnað innan Skaftfellingafélagsins árið 1972 af Jóni Ísleifssyni en Skaftfellingafélagið…

Söngfélag Sigtryggs Guðlaugssonar (1879-88)

Sigtryggur Guðlaugsson prestur og framámaður í ýmsu s.s. tónlistarmálum og stofnaði m.a. ungmennaskóla á Núpi í Dýrafirði sem síðar varð að héraðsskóla, starfrækti á yngri árum á æskuslóðum sínum í Garðsárdal í Öngulsstaðahreppi söngfélag sem hér er kennt við hann en gæti allt eins hafa borið nafnið Söngfélag Öngulsstaðahrepps eða hafa verið nafnlaust. Félagið stofnaði…

Söngfélag Siglufjarðar (1958-63)

Söngfélag Siglufjarðar var hluti af öflugu söng- og tónlistarstarfi því sem var í gangi á Siglufirði í kringum 1960 en þá störfuðu einnig í bænum Karlakórinn Vísir og Lúðrasveit Siglufjarðar auk þess hljómsveitin Gautar var þar afar vinsæl. Söngfélag Siglufjarðar varð til fyrir tilstuðlan Sigursveins D. Kristinssonar sem þá var nýfluttur til Siglufjarðar og hann…

Söngfélag Seyðisfjarðar (1880-1900)

Söngfélag, fleiri en eitt starfaði á Seyðisfirði laust fyrir aldamótin 1900 og gengu að líkindum flest eða öll undir nafninu Söngfélag Seyðisfjarðar. Árið 1880 stofnaði Valdimar Blöndal slíkt söngfélag og stjórnaði því en ekki liggur fyrir hversu lengi það starfaði, þá stofnaði Þorsteinn Stefánsson söngkennari annað félag haustið 1883 og starfaði það um veturinn og…

Söngfélag prentara (1899-1904)

Söngfélag eða karlakór var stofnað innan Prentarafélagsins (Hins íslenska prentarafélags st. 1897) en prentarar voru þá tiltölulega ný starfsstétt iðnaðarmanna, félagið hlaut nafnið Söngfélag prentara og starfaði á árunum 1899 til 1904. Prentarastéttin var ekki fjölmenn á þessum upphafsárum en hátt hlutfall prentara tók þátt í söngstarfinu og voru á bilinu tólf til fimmtán söngmenn…

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Efni á plötum

Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík – Mín sveitin kær Útgefandi: Söngfélag Skaftfellinga Útgáfunúmer: SFS 001 Ár: 1981 1. Skaftárþing 2. Glitperlur glóa 3. Hornafjörður 4. Í álögum 5. Hún kyssti mig 6. Mín sveitin kær 7. Vorhimin 8. Fyrstu vordægur 9. Æðri ómur 10. Fjær er hann ennþá 11. Rökkuró 12. Vögguljóð 13. Kvöldið er fagurt…

Söngfélag Oddeyrar (um 1874-88)

Söngfélag var starfandi á Oddeyrinni á Akureyri á síðari hluta 19. aldar uns það virðist hafa sameinast Söngflokki Akureyrarbúa (og jafnvel fleiri söngfélögum) haustið 1888 og hlaut þá nafnið Söngfélagið Gígjan eða bara Gígjan.  Magnús Einarsson hafði leiðbeint söngfólki í báðum söngfélögunum en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Söngfélagið á Oddeyri gæti hafa verið…

Söngfélag Mýrdælinga (um 1895)

Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór sem starfaði í Mýrdalnum í kringum 1895 eða undir lok 19. aldarinnar. Ekki er að finna neinar frekari heimildir um það s.s. hvenær það starfaði nákvæmlega, hversu stórt það var, hver stjórnaði söngnum eða hvert nafn félagsins var og er því leitað eftir upplýsingum þess efnis.

Söngfélag Mýrahrepps (1892-93)

Lítið er vitað um kór eða söngfélag sem starfrækt var í Dýrafirðinum annað hvort undir nafninu Söngfélag Mýrahrepps eða Söngfélag Dýrfirðinga en það var Kristinn Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði sem hafði frumkvæði að stofnun þess og stjórnaði söngnum, hann hafði þá kennt söng í sveitinni. Fyrir liggur að félagið var starfandi veturinn 1892-93, líklega…

Söngfélag Mountain byggðar (1926-29)

Söngfélag var starfrækt meðal Vestur-Íslendinga í Mountain í Norður-Dakóta sem ýmist var kallað Söngfélag Mountain byggðar eða Mountain söngfélagið. Félagið var starfandi að minnsta kosti á árunum 1926 til 29 og líklega ekki alveg samfellt því starfsemi þess virðist hafa verið að nokkru leyti háð heimsóknum Brynjólfs Þorlákssonar söngkennara sem fór á milli staða á…

Söngfélag Ólafsvíkur (1897-1903)

Söngfélag var starfrækt í Ólafsvík í kringum aldamótin 1900 og virðist hafa verið starfandi í nokkur ár. Heimildir eru fyrir því að það hafi verið komið til sögunnar haustið 1897 en kórinn söng á skemmtun sem haldin var til styrktar sjómannaekkjum fljótlega eftir áramótin. Þá eru heimildir um að félagið hafi enn verið starfandi árið…

Afmælisbörn 17. maí 2023

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…