Söngfélag Stóra-Núpskirkju (1954-)

Söngfélag Stóra-Núpskirkju (Kirkjukór Stóra-Núpskirkju) er um margt merkilegur kór en hann hefur starfað samfellt frá árinu 1954. Söngfélag Stóra-Núpskirkju var stofnað haustið 1954 og var alla tíð hugsað sem blandaður kirkjukór við Stóra-Núpssókn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það var Kjartan Jóhannesson organisti við kirkjuna sem stofnaði kórinn sem strax hafði að geyma tuttugu og átta…

Söngfélag Stóra-Núpskirkju – Efni á plötum

Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna – Ó, syng þínum Drottni: Sálmar séra Valdimars Briem Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2015 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna – söngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur Þorbjörg Jóhannsdóttir – orgel Haukur Guðlaugsson – orgel

Söngfélag Sólheimakapellu (1962)

Lítill kirkjukór, Söngfélag Sólheimakapellu var stofnaður snemma árs 1962 en þá hafði kapellan á Sólheimum í Mýrdal nýverið verið vígð og tekin í gagnið, fjórtán meðlimir voru stofnfélagar í þessu söngfélagi en um var að ræða blandaðan kór. Ekki var messað reglulega við Sólheimakapellu og því hefur söngstarfið líkast til verið nokkuð stopult og varla…

Söngfélag Skagfirðinga (1894)

Litlar upplýsingar er að finna um kór eða söngfélag sem gekk undir nafninu Söngfélag Skagfirðinga og var stofnað árið 1894. Líkur eru á að söngfélag þetta hafi staðið fyrir sönguppákomum á héraðs- og sýslufundum Skagfirðinga (sem síðar var kallað Sæluvika) og jafnvel sungið á öðrum samkomum nyrðra en heimildir eru afar takmarkaðar og því er…

Söngfélag stúdenta (1910-11)

Veturinn 1910 til 11 var starfandi í Reykjavík söngfélag sem gekk undir nafninu Söngfélag stúdenta og virðist ekki hafa verið það sama og Söngfélag Latínuskólans sem þá hafði verið starfrækt í mismunandi myndum í áratugi. Það var Sigfús Einarsson tónskáld sem stjórnaði þessu söngfélag og hélt það að minnsta kosti eina tónleika í Bárubúð, um…

Söngfélag ungtemplara (1913-14)

Söngfélag ungtemplara var starfrækt veturinn 1913 til 14 undir stjórn Hallgríms Þorsteinssonar en sá kór var skipaður um 40-50 börnum á unglingsaldri og hélt að minnsta kosti tvenna tónleika vorið 1914. Hér er giskað á að um hafi verið að ræða sameiginlegt söngfélag allra ungmennastúkanna í Reykjavík en slíkt söngfélag hafði einnig verið sett saman…

Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur (1908-09)

Sameiginlegt söngfélag starfaði á vegum ungmennafélaganna Iðunnar (sem var stúlknaungmennafélag) og UMFR (Ungmennafélags Reykjavíkur – sem var líklega eingöngu skipað drengjum) um eins árs skeið, frá vorinu 1908 til 1909. Félögin tvö áttu um þetta leyti í margs konar samstarfi s.s. skemmtiferðir, íþróttasýningar og fleira og var söngfélagið angi af því starfi. Engar upplýsingar er…

Söngfélag Ungmennafélags Reykjavíkur (1909-10)

Innan Ungmennafélags Reykjavíkur (UMFR) var söngfélag drengja starfandi veturinn 1909 til 10 en UMFR hafði veturinn á undan starfrækt sameiginlegan söngflokk í samstarfi við ungmennafélagið Iðunni, sem gekk undir nafninu Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur. Stúlkurnar í Iðunni (sem var kvennaungmennafélag) virðast ekki hafa haft áhug á áframhaldandi samstarfi og því stofnaði UMFR sér…

Söngfélag Súgfirðinga (1911-12)

Söngfélag var starfrækt á Suðureyri við Súgandafjörð veturinn 1911 til 12 og hugsanlega lengur. Félag þetta var allstórt, skipað um þrjátíu til fjörutíu manns – mestmegnis ungu fólki en kórinn hélt tónleika um vorið 1912. Ekkert liggur fyrir um hver annaðist söngstjórn í félaginu. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta söngfélag.

Söngfélag Stykkishólms (1878-88)

Kór eða söngflokkur var starfandi í Stykkishólmi um áratugar skeið undir lok 19. aldar, undir nafninu Söngfélag Stykkishólms en bókbindarinn Guðmundur Guðmundsson var stofnandi þess og söngstjóri. Söngfélag Stykkishólms var stofnað árið 1878 til að syngja á milli atriða á leiksýningum sem leikfélagið í bænum setti upp en það var stofnað um svipað leyti. Guðmundur…

Söngfélag Verslunarmannafélags Reykjavíkur (1922-23)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem starfaði innan VR á fyrri hluta þriðja áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1922 og 23 undir nafninu Söngfélag Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Síðarnefnda árið skemmti söngfélagið á samkomu hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta félag, hversu lengi það starfaði, hversu stórt það var…

Afmælisbörn 24. maí 2023

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og fimm ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…