Söngfélag var starfrækt á Suðureyri við Súgandafjörð veturinn 1911 til 12 og hugsanlega lengur. Félag þetta var allstórt, skipað um þrjátíu til fjörutíu manns – mestmegnis ungu fólki en kórinn hélt tónleika um vorið 1912. Ekkert liggur fyrir um hver annaðist söngstjórn í félaginu.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta söngfélag.