Söngfélag ungtemplara (1913-14)

Söngfélag ungtemplara var starfrækt veturinn 1913 til 14 undir stjórn Hallgríms Þorsteinssonar en sá kór var skipaður um 40-50 börnum á unglingsaldri og hélt að minnsta kosti tvenna tónleika vorið 1914. Hér er giskað á að um hafi verið að ræða sameiginlegt söngfélag allra ungmennastúkanna í Reykjavík en slíkt söngfélag hafði einnig verið sett saman árið 1911 til að syngja á einni samkomu, sá hópur hafði að geyma um 30 ungmenni en ekki er vitað hver stjórnaði þeim söng.