Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík (1986-)

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík (Söngfélag FEB) hefur starfað innan Félags eldri borgara í Reykjavík síðan haustið 1986 og sungið víða um land og erlendis reyndar líka, kórinn hefur gefið út eina kassettu. Söngfélag FEB var stofnað haustið 1986 og var kórstjóri fyrsta árið Kjartan Ólafsson en nafn sitt hlaut félagið reyndar ekki fyrr…

Söngfélag Flateyrar (1882-87)

Söngfélag Flateyrar (Söngfjelag Flateyrar) starfaði að líkindum um fimm ára skeið undir lok nítjándu aldar (á árunum 1882-87) en slík félög voru þá að ryðja sér til rúms um land allt. Tvennar sögur fara af því hver stofnaði söngfélag þetta, annars vegar er talað um Jónas [?] iðnaðarmann sem lært hafði hjá nafna sínum Jónasi…

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík – Efni á plötum

Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík – [?] [snælda] Útgefandi: Söngfélag Félags eldri borgara Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík – söngur undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur Anna Júlíana Magnúsdóttir – einsöngur Gary Sleight – einsöngur Hafliði Jónsson – píanó Bragi Hlíðberg – harmonikka Þorvaldur Steingrímsson…

Söngfélag Eskifjarðar (1905-06)

Haustið 1905 var Söngfélag Eskifjarðar stofnað austur á Eskifirði en aðal hvatamaður þess mun hafa verið Árni Jónasson frá Svínaskála, ekki liggur fyrir hvort hann stjórnaði einnig söngstarfinu. Félagið mun hafa haldið einhverja söngfundi og tónleika um veturinn 1905-06 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfsemi þess. Vitað er að fjöldasöngur var á skemmtun…

Söngfélag Einingarinnar (um 1900-30)

Fáar heimildir er að finna um það sem kallað var Söngfélag Einingarinnar en um var að ræða blandaðan kór ungs fólks (að öllum líkindum) innan bindindisstúkunnar Einingarinnar nr. 14. Fyrir liggur að Árni Eiríksson verslunarmaður og leikari hélt utan um söngstarfið við upphaf aldar (árið 1900) en ekki er vitað hversu lengi söngfélagið/kórinn var virkt…

Söngfélag Einars Guðjohnsen (1874)

Söngfélag var starfandi í Reykjavík árið 1874 en það var stofnað um haustið og starfaði líklega um veturinn undir stjórn Einars Guðjohnsen, og keppti þá um athyglina við Söngfélagið Hörpu sem þá var einnig starfandi en það var fyrsti kórinn sem eitthvað hvað að á Íslandi, svo virðist sem söngfélag Einars hafi að lokum farið…

Söngfélag Eiða (1914)

Sumarið 1914 starfaði söngfélag á Eiðaþinghá undir nafninu Söngfélag Eiða, en það sumar skemmti það félag með söng á samkomu í Hallormsstaðaskógi. Engin frekari deili er að finna um þetta söngfélag og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það þótt það hljóti að teljast fremur langsótt.

Söngfélag Framtíðarinnar [2] (1931-32)

Söngfélag Framtíðarinnar var starfrækt veturinn 1931-32 innan góðtemplarastúkunnar Framtíðarinnar (nr. 173) sem líklega var í Mosfellssveitinni. Um var að ræða tuttugu manna blandaðan [?] kór en uppistaða hans mun síðan hafa myndað söngflokk IOGT sem hlaut síðar nafnið Templarakórinn, stofnaður 1932. Engar upplýsingar er að finna um stjórnanda Söngfélags Framtíðarinnar.

Söngfélag Framtíðarinnar [1] (1912)

Lítið er vitað um Söngfélag Framtíðarinnar en Framtíðin var ungmennafélag sem stofnað hafði verið í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði árið 1909 upp úr samnefndu bindindisfélagi, félagið starfaði að minnsta kosti fram undir 1990. Söngfélag Framtíðarinnar (einnig nefnt Söngflokkur Framtíðarinnar) söng á skemmtun í hreppnum sumarið 1912 undir stjórn Valgerðar Briem en að öðru leyti eru upplýsingar…

Söngfélag Fljótamanna (1978)

Söngfélag eða kór, hér nefnt Söngfélag Fljótamanna, starfaði í Fljótum árið 1978. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan félagsskap, s.s. undir hvaða nafni, hversu lengi hann starfaði og hver stjórnaði söngnum.

Söngfélag Húsvíkinga (1881-92)

Fáar heimildir eru um söngfélag eða -félög sem störfuðu á Húsavík á síðari hluta 19. aldar en það/þau störfuðu líklega frá því um 1881 og til 1892, nokkuð samfleytt af því er virðist. Ekki er vitað til að söngfélag/félög þessi hafi borið nafn en hér eru þau nefnd Söngfélag Húsvíkinga. Það mun hafa verið Magnús…

Söngfélag Hreppamanna (1960-69)

Söngfélag Hreppamanna var öflugur blandaður kór sem starfaði á árunum 1960 til 69 undir styrkri stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Birtingarholti, kórinn var hlekkur í röð kóra sem störfuðu í uppsveitum Árnessýslu en Sigurður kom að stjórn nokkurra þeirra. Allan sjötta áratuginn hafði svokallaður Flúðakór starfað undir stjórn Sigurðar í Hrunamannahreppi, sá kór var lítill blandaður…

Söngfélag Hofsóss (1909-40)

Söngfélag eða kór starfaði á Hofsósi um líklega þriggja áratuga skeið á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki liggur fyrir hvort það bar eitthvert nafn en hér er það kallað Söngfélag Hofsóss. Söngfélag Hofsóss var stofnað 1909 og var Páll Erlendsson bóndi á Þrastarhóli að stjórnandi þess alla tíð en hann fluttist til Siglufjarðar árið 1940…

Söngfélag Hólaskóla (um 1890)

Lítið er vitað um félagsskap sem bar nafnið Söngfélag Hólaskóla en það var stofnað hausið 1890 meðal skólapilta í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og átti m.a. að styðja kirkjusönginn í Hólakirkju. Söngkennsla var líkast til við skólann en hversu samfelld hún var og hversu virkt söngfélagið var á þessum árum er óljóst, þá vantar…

Söngfélag Hlínar (1899-1903)

Söngfélag Hlínar eða Hlínarsöngfélagið var líkast til fyrsta söngfélagið eða kórinn sem starfaði innan bindindisfélags (stúku) hérlendis en stúkan Hlín var stofnuð haustið 1899 af Halldóri Lárussyni presti, og var söngfélagið líklega sett á laggirnar mjög fljótlega. Þetta var blandaður kór sem mikið orð fór af enda munu einhverjir hafa gengið í Hlínar-stúkuna einvörðungu til…

Söngfélag Hafnarfjarðar (1906-15)

Óskað er eftir upplýsingum um söngfélag eða kór í Hafnarfirði snemma á tuttugustu öldinni sem gekk líklega undir nafninu Söngfélag Hafnarfjarðar, heimildir herma að það hafi verið stofnað haustið 1906 af Sigfúsi Einarssyni tónskáldi en um það leyti hafði hann flust heim til Íslands eftir nám erlendis. Söngfélag þetta mun hafa verið blandaður kór sem…

Söngfélag Íslendinga á Hallson (1890-92)

Eins og títt var í Íslendingabyggðum vestur í Kanada starfaði söngfélag meðal íslensk-ættaðra landnema á Hallson í Norður Dakóta. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði eða hver var söngstjóri þess en það virðist hafa verið nokkuð áberandi í annars fremur fábrotnu skemmtanahaldi á Hallson á þeim árum,…

Söngfélag Ísfirðinga (1876-1906)

Söngfélag Ísfirðinga eða Söngfélag Ísafjarðar var eitt eða fleiri söngfélag/kór sem starfaði í kringum aldamótin 1900 á Ísafirði, ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða nokkur söngfélög sem störfuðu hvert í kjölfar annarra en heimildir eru margar fremur misvísandi og vísa sumar hverjar þvert á aðrar. Það mun hafa verið Björn Kristjánsson sem…

Söngfélag I.O.G.T. á Akureyri (um 1905-40)

Innan góðtemplarareglunnar á Akureyri starfaði söngfélag um nokkurra áratuga skeið á fyrri hluta síðustu aldar undir forystu og stjórn Sigurgeirs Jónssonar söngkennara og organista, líklega var um að ræða nokkra kóra. Góðtemplarastúkan Brynja hafði verið stofnuð á Akureyri árið 1904 og gekk þá Sigurgeir til liðs við stúkuna en hann var þá nýfluttur til Akureyrar,…

Söngfélag Höfðhreppinga (1876-1947)

Söngfélag sem hér er kallað Söngfélag Höfðhreppinga en gæti allt eins hafa verið kallað Söngfélag Grýtubakkahrepps starfaði um nokkurra áratuga skeið undir lok nítjánda aldar og fram undir miðja þá tuttugustu, að öllum líkindum ekki samfellt en var þó nokkuð virkt að því er virðist. Söngfélagið var stofnað haustið 1876 í Höfðahverfi (þar sem Grenivík…

Söngfélag Íslendinga á Lundar (1914-17)

Söngfélag var starfrækt meðal Vestur-Íslendinga á Lundar í Manitoba í Kanada á árunum 1914 til 1917 og hugsanlega lengur. Jón Friðfinnsson tónskáld mun hafa kennt söng og stjórnað söngfélaginu en heimildir herma bæði að það hafi verið stofnað árið 1914 og að það hafi þá verið starfandi um nokkra hríð, engar upplýsingar er að finna…

Afmælisbörn 3. maí 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og átta ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…