Lítið er vitað um Söngfélag Framtíðarinnar en Framtíðin var ungmennafélag sem stofnað hafði verið í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði árið 1909 upp úr samnefndu bindindisfélagi, félagið starfaði að minnsta kosti fram undir 1990.
Söngfélag Framtíðarinnar (einnig nefnt Söngflokkur Framtíðarinnar) söng á skemmtun í hreppnum sumarið 1912 undir stjórn Valgerðar Briem en að öðru leyti eru upplýsingar afar takmarkaðar um þennan félagsskap.