Söngfélag Framtíðarinnar [2] (1931-32)

Söngfélag Framtíðarinnar var starfrækt veturinn 1931-32 innan góðtemplarastúkunnar Framtíðarinnar (nr. 173) sem líklega var í Mosfellssveitinni. Um var að ræða tuttugu manna blandaðan [?] kór en uppistaða hans mun síðan hafa myndað söngflokk IOGT sem hlaut síðar nafnið Templarakórinn, stofnaður 1932.

Engar upplýsingar er að finna um stjórnanda Söngfélags Framtíðarinnar.