Söngfélag Eiða (1914)

Sumarið 1914 starfaði söngfélag á Eiðaþinghá undir nafninu Söngfélag Eiða, en það sumar skemmti það félag með söng á samkomu í Hallormsstaðaskógi.

Engin frekari deili er að finna um þetta söngfélag og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það þótt það hljóti að teljast fremur langsótt.