Söngfélag Einars Guðjohnsen (1874)

Söngfélag var starfandi í Reykjavík árið 1874 en það var stofnað um haustið og starfaði líklega um veturinn undir stjórn Einars Guðjohnsen, og keppti þá um athyglina við Söngfélagið Hörpu sem þá var einnig starfandi en það var fyrsti kórinn sem eitthvað hvað að á Íslandi, svo virðist sem söngfélag Einars hafi að lokum farið halloka fyrir Hörpu eða jafnvel sameinast því í tengslum við lýðveldishátíðina það sama ár.

Ekki liggur fyrir hvort söngfélag Einars bar eitthvert nafn en hér er það kallað Söngfélag Einars Guðjohnsen, í umfjöllun í Þjóðólfi er talað um að í söngfélaginu séu einkum námsmenn og heldri stúlkur, eins og það er orðað.