Söngfélag Íslendinga á Hallson (1890-92)

Eins og títt var í Íslendingabyggðum vestur í Kanada starfaði söngfélag meðal íslensk-ættaðra landnema á Hallson í Norður Dakóta. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þetta söngfélag, hversu lengi það starfaði eða hver var söngstjóri þess en það virðist hafa verið nokkuð áberandi í annars fremur fábrotnu skemmtanahaldi á Hallson á þeim árum, þó liggur fyrir að söngfélagið starfaði á árunum 1890 til 92.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélag Íslendinga á Hallson.