Á árunum 1891 og 92 starfaði kór í byggðum Vestur-Íslendinga í Victoria í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada en upplýsingar um það söngfélag eru af skornum skammti. Tryggvi Jónsson mun hafa verið söngstjóri þess en sá Tryggvi hvarf sporlaust árið 1893 svo líklegt er að þar með hafi starfsemi Söngfélags Íslendinga í Victoria verið hætt.
Óskað er eftir frekari upplýsingum.