Söngfélag var starfrækt meðal Vestur-Íslendinga á Lundar í Manitoba í Kanada á árunum 1914 til 1917 og hugsanlega lengur.
Jón Friðfinnsson tónskáld mun hafa kennt söng og stjórnað söngfélaginu en heimildir herma bæði að það hafi verið stofnað árið 1914 og að það hafi þá verið starfandi um nokkra hríð, engar upplýsingar er að finna um þennan félagsskap eftir 1917. Hugsanlega var Jón ekki búsettur á svæðinu en fór á milli Íslendingabyggða vestra til að sinna söngmálum.